Melódískt sýrupopp Trausti Júlíusson skrifar 16. nóvember 2011 20:00 Tónlist. Kjarr með Kjarr. Kjarr er nýtt verkefni Kjartans Ólafssonar sem gerði góða hluti sem annar aðalmaður rafpoppsveitarinnar Ampop og var hann einnig meðlimur í Leaves. Ampop var fín hljómsveit sem bjó til mjög stemningsfulla og melódíska tónlist. Á Kjarr eru sum þeirra atriða sem einkenndu Ampop enn til staðar. Það er mikið lagt upp úr útsetningunum, hljómurinn er flottur og lögin eru melódísk. Hér er hins vegar tónlistin búin að þróast frá rafpoppi Ampops yfir í ljúft sýrupopp sem sækir töluvert í tónlist seinni hluta sjöunda áratugarins. Það er margt mjög vel gert á plötunni. Flutningur er góður og Kjartan er fínn söngvari. Lögin eru samt misgóð. Þau bestu, til dæmis fyrstu tvö lögin, Beðið eftir sumrinu (hægt er að hlusta á lagið hér fyrir ofan) og Lottery eru frábær. Önnur eru síðri og þrátt fyrir augljósa kosti nær platan ekki alveg að halda athygli manns stöðugri allan tímann. Á heildina litið er þetta samt ágætis plata frá hæfileikaríkum tónlistarmanni. Niðurstaða: Ljúft sýrupopp frá Kjartani úr Ampop. Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
Tónlist. Kjarr með Kjarr. Kjarr er nýtt verkefni Kjartans Ólafssonar sem gerði góða hluti sem annar aðalmaður rafpoppsveitarinnar Ampop og var hann einnig meðlimur í Leaves. Ampop var fín hljómsveit sem bjó til mjög stemningsfulla og melódíska tónlist. Á Kjarr eru sum þeirra atriða sem einkenndu Ampop enn til staðar. Það er mikið lagt upp úr útsetningunum, hljómurinn er flottur og lögin eru melódísk. Hér er hins vegar tónlistin búin að þróast frá rafpoppi Ampops yfir í ljúft sýrupopp sem sækir töluvert í tónlist seinni hluta sjöunda áratugarins. Það er margt mjög vel gert á plötunni. Flutningur er góður og Kjartan er fínn söngvari. Lögin eru samt misgóð. Þau bestu, til dæmis fyrstu tvö lögin, Beðið eftir sumrinu (hægt er að hlusta á lagið hér fyrir ofan) og Lottery eru frábær. Önnur eru síðri og þrátt fyrir augljósa kosti nær platan ekki alveg að halda athygli manns stöðugri allan tímann. Á heildina litið er þetta samt ágætis plata frá hæfileikaríkum tónlistarmanni. Niðurstaða: Ljúft sýrupopp frá Kjartani úr Ampop.
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira