Melódískt sýrupopp Trausti Júlíusson skrifar 16. nóvember 2011 20:00 Tónlist. Kjarr með Kjarr. Kjarr er nýtt verkefni Kjartans Ólafssonar sem gerði góða hluti sem annar aðalmaður rafpoppsveitarinnar Ampop og var hann einnig meðlimur í Leaves. Ampop var fín hljómsveit sem bjó til mjög stemningsfulla og melódíska tónlist. Á Kjarr eru sum þeirra atriða sem einkenndu Ampop enn til staðar. Það er mikið lagt upp úr útsetningunum, hljómurinn er flottur og lögin eru melódísk. Hér er hins vegar tónlistin búin að þróast frá rafpoppi Ampops yfir í ljúft sýrupopp sem sækir töluvert í tónlist seinni hluta sjöunda áratugarins. Það er margt mjög vel gert á plötunni. Flutningur er góður og Kjartan er fínn söngvari. Lögin eru samt misgóð. Þau bestu, til dæmis fyrstu tvö lögin, Beðið eftir sumrinu (hægt er að hlusta á lagið hér fyrir ofan) og Lottery eru frábær. Önnur eru síðri og þrátt fyrir augljósa kosti nær platan ekki alveg að halda athygli manns stöðugri allan tímann. Á heildina litið er þetta samt ágætis plata frá hæfileikaríkum tónlistarmanni. Niðurstaða: Ljúft sýrupopp frá Kjartani úr Ampop. Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Tónlist. Kjarr með Kjarr. Kjarr er nýtt verkefni Kjartans Ólafssonar sem gerði góða hluti sem annar aðalmaður rafpoppsveitarinnar Ampop og var hann einnig meðlimur í Leaves. Ampop var fín hljómsveit sem bjó til mjög stemningsfulla og melódíska tónlist. Á Kjarr eru sum þeirra atriða sem einkenndu Ampop enn til staðar. Það er mikið lagt upp úr útsetningunum, hljómurinn er flottur og lögin eru melódísk. Hér er hins vegar tónlistin búin að þróast frá rafpoppi Ampops yfir í ljúft sýrupopp sem sækir töluvert í tónlist seinni hluta sjöunda áratugarins. Það er margt mjög vel gert á plötunni. Flutningur er góður og Kjartan er fínn söngvari. Lögin eru samt misgóð. Þau bestu, til dæmis fyrstu tvö lögin, Beðið eftir sumrinu (hægt er að hlusta á lagið hér fyrir ofan) og Lottery eru frábær. Önnur eru síðri og þrátt fyrir augljósa kosti nær platan ekki alveg að halda athygli manns stöðugri allan tímann. Á heildina litið er þetta samt ágætis plata frá hæfileikaríkum tónlistarmanni. Niðurstaða: Ljúft sýrupopp frá Kjartani úr Ampop.
Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið