Jólalög og aðrar perlur 19. nóvember 2011 11:00 Aðstandendur Caritas-tónleikanna. Guðný Guðmundsdóttir, Gunnar Kvaran, Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Sigríður Ingvarsdóttir. fréttablaðið/GVA Styrktartónleikar Caritas verða haldnir í Kristskirkju á sunnudaginn. Tónleikarnir eru árlegur viðburður, en þetta er í nítjánda sinn sem þeir eru haldnir í Kristskirkju í aðdraganda jóla. „Þetta hefur gengið mjög vel frá byrjun,“ segir Sigríður Ingvarsdóttir, sem staðið hefur fyrir tónleikunum frá upphafi. Allur ágóði rennur til Mæðrastyrksnefndar í ár. „Við höfum alltaf safnað fyrir einhverja sem minna mega sín og þetta er í þriðja sinn sem við styrkjum Mæðrastyrksnefnd.“ „Margir sækja tónleikana ár eftir ár til að njóta fallegrar tónlistar og leggja góðu málefni lið,“ segir Sigríður. Efnisskráin spannar vítt svið, en leikin verður jólatónlist í bland við aðra hátíðlega tónlist. Á efnisskránni eru meðal annars verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Mozart, Bach, Händel, Verdi og Schubert. Meðal flytjenda eru Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór og Helga Rós Indriðadóttir sópran. Vox Feminae og Stúlknakór Reykjavíkur undir stjórn Margrétar Pálmadóttur koma einnig fram og sömuleiðis Gunnar Kvaran sellóleikari. Forsala aðgöngumiða er á midi.is en miðar verða einnig seldir við innganginn. Tónleikarnir verða í Kristskirkju við Landakot sunnudaginn 20. nóvember og hefjast þeir klukkan 16. Jólafréttir Mest lesið Jólainnkaupin öll í Excel Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Gleðileg jól á hinum ýmsu tungumálum Jól Jólafrómas að færeyskum hætti Jólin Lúxusmúslí fyrir útvalda ástvini Jól Marengsterta með lakkrís- og karamellu Jól Þá nýfæddur Jesús í jötunni lá Jól Vinsælustu jólasmákökurnar í Garðaskóla Jólin Þorpið fær nýja ásýnd á hverju ári Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin
Styrktartónleikar Caritas verða haldnir í Kristskirkju á sunnudaginn. Tónleikarnir eru árlegur viðburður, en þetta er í nítjánda sinn sem þeir eru haldnir í Kristskirkju í aðdraganda jóla. „Þetta hefur gengið mjög vel frá byrjun,“ segir Sigríður Ingvarsdóttir, sem staðið hefur fyrir tónleikunum frá upphafi. Allur ágóði rennur til Mæðrastyrksnefndar í ár. „Við höfum alltaf safnað fyrir einhverja sem minna mega sín og þetta er í þriðja sinn sem við styrkjum Mæðrastyrksnefnd.“ „Margir sækja tónleikana ár eftir ár til að njóta fallegrar tónlistar og leggja góðu málefni lið,“ segir Sigríður. Efnisskráin spannar vítt svið, en leikin verður jólatónlist í bland við aðra hátíðlega tónlist. Á efnisskránni eru meðal annars verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Mozart, Bach, Händel, Verdi og Schubert. Meðal flytjenda eru Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór og Helga Rós Indriðadóttir sópran. Vox Feminae og Stúlknakór Reykjavíkur undir stjórn Margrétar Pálmadóttur koma einnig fram og sömuleiðis Gunnar Kvaran sellóleikari. Forsala aðgöngumiða er á midi.is en miðar verða einnig seldir við innganginn. Tónleikarnir verða í Kristskirkju við Landakot sunnudaginn 20. nóvember og hefjast þeir klukkan 16.
Jólafréttir Mest lesið Jólainnkaupin öll í Excel Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Gleðileg jól á hinum ýmsu tungumálum Jól Jólafrómas að færeyskum hætti Jólin Lúxusmúslí fyrir útvalda ástvini Jól Marengsterta með lakkrís- og karamellu Jól Þá nýfæddur Jesús í jötunni lá Jól Vinsælustu jólasmákökurnar í Garðaskóla Jólin Þorpið fær nýja ásýnd á hverju ári Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin