Körfubolti

Lausn Metta World Peace: Ég og Jordan spilum bara upp á þetta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Metta World Peace er búinn að bjóða Jordan í maður á mann.
Metta World Peace er búinn að bjóða Jordan í maður á mann. Mynd/Nordic Photos/Getty
Metta World Peace, sem áður hét Ron Artest, segist hafa fundið lausnina á NBA-deilunni en NBA-verkbannið er nú orðið fimm mánaða og ekkert bendir til að það taki enda á næstunni. Tillaga leikmanns Los Angeles Lakers er eins og margt í hans lífi, það er í litlum tengslum við raunveruleikann.

„Komdu Jordan ef þú þorir. Við spilum bara upp á þetta og ef ég vinn þá er NBA-verkbannið úr sögunni. Ég fer létt með að vinna þig, meira að segja með lokuð augun og hamborgara í annari hendi,“ skrifaði Metta World Peace en Michael Jordan, sem er af flestum talinn vera besti leikmaður allra tíma, er núverandi eigandi NBA-liðsins Charlotte Bobcats.

Metta World Peace vildi líka sjá sjónvarpskappræður á milli Billy Hunter, framkvæmdastjóra leikmannasamtakanna, og David Stern, yfirmanns NBA.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×