Viðskipti innlent

Jarðir í nauðungarsölu

Bankinn er í senn stærsti eigandi og helsti lánardrottinn Lífsvals.	fréttablaðið/Rósa
Bankinn er í senn stærsti eigandi og helsti lánardrottinn Lífsvals. fréttablaðið/Rósa
Landsbankinn hefur farið fram á að fimm jarðir í eigu Lífsvals ehf. verði settar á nauðungaruppboð. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu og hefur bankinn þá farið fram á að alls tíu jarðir í eigu félagsins verði settar á nauðungarsölu.

Með þessu er Landsbankinn að bregðast við vanskilum á skuld upp á rúmar 562 milljónir króna. Jarðirnar fimm sem bæst hafa við eru Gestsstaðir, Hafþórsstaðir, Múlastaðir og Sveinatunga í Borgarbyggð auk Fellsenda í Hvalfjarðarsveit.

Félagið Lífsval var iðið við jarðakaup á árunum 2002 til 2008 og er það eigandi að alls 45 jörðum á landinu. Þá á það um 1 prósent af mjólkurkvóta landsins og hefur rekið stórt kúabú í Flatey á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu. Loks rekur það tvö sauðfjárbú.

Lífsval hefur ekki skilað ársreikningi frá 2009 en þá skuldaði fyrirtækið 3,26 milljarða króna, þar af 2,4 milljarða til Landsbankans. Þá er bankinn jafnframt stærsti eigandi félagsins með 36 prósenta eignarhlut sem dótturfélagið Hömlur fer með.- mþl






Fleiri fréttir

Sjá meira


×