Skreytir bæinn með jólavættum 25. nóvember 2011 21:00 Hafsteinn Júlíusson ætlar að sjá til þess að jólaupplifun borgarbúa verður með öðrum hætti í ár er hann varpar jólavættunum á húsveggi borgarinnar. Fréttablaðið/valli „Ég er búinn að vera á kafi í þessu verkefni síðan í ágúst og er því jólaundirbúningurinn ansi langur hjá mér í ár," segir Hafsteinn Júlíusson vöruhönnuður en hann ætlar að sjá til þess að miðborgin fær á sig nýjan blæ í desember. Hafsteinn hefur veg og vanda af verkefninu Jólavættir í miðborginni í samvinnu við Höfuðborgarstofu. Verkefnið gengur út á að kynna jólavættirnar, Grýlu, Leppalúða og gömlu jólasveinana, fyrir borgarbúum með því að varpa þeim á húsveggi víðs vegar um bæinn. Þegar Fréttablaðið náði tali af Hafsteini var hönnuðurinn á fullu að setja upp myndvarpa fyrir frumsýninguna á sunnudaginn. „Hugmyndin er að upphefja sagnahefðina og búa til skreytingar sem eru skemmtilegar fyrir börn jafnt sem fullorðna. Það var kominn tími á að breyta til í jólaskreytingum miðborgarinnar en það er einfaldleikinn sem skiptir máli. Hver man til dæmis ekki eftir jólasveinunum í Rammagerðinni sem ávallt hefur verið beðið eftir með mikilli eftirvæntingu? Mig langaði að búa til þannig stemmningu." Gunnar Karlsson teiknari gerði fígúrurnar en hann teiknaði til dæmis fyrir íslensku teiknimyndina Þór. „Allar persónurnar eru í þrívídd svo þær hreyfast líka. Til dæmis trónir Grýla yfir Bankastrætinu og minnir fólk á að fara hægt um gleðinnar dyr yfir hátíðirnar."Stúfur Það er Gunnar Karlsson sem teiknar jólavættirnar.Verkefnið er liður í átaki Höfuðborgarstofu til að laða ferðamenn til landsins yfir hátíðirnar. „Markmiðið er að búa til samtöl milli borgarbúa og ferðamanna um vættirnar og okkar jólahefðir." Nánari upplýsingar um verkefnið og Jólakortið 2011 er að finna á vef Höfuðborgarstofu. -áp Jólafréttir Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Fleiri fréttir Kjólasaga Brooklyns loðin Valentino er allur Ein heitasta stjarna í heimi Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum „Eins nakin og ég kemst upp með“ Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
„Ég er búinn að vera á kafi í þessu verkefni síðan í ágúst og er því jólaundirbúningurinn ansi langur hjá mér í ár," segir Hafsteinn Júlíusson vöruhönnuður en hann ætlar að sjá til þess að miðborgin fær á sig nýjan blæ í desember. Hafsteinn hefur veg og vanda af verkefninu Jólavættir í miðborginni í samvinnu við Höfuðborgarstofu. Verkefnið gengur út á að kynna jólavættirnar, Grýlu, Leppalúða og gömlu jólasveinana, fyrir borgarbúum með því að varpa þeim á húsveggi víðs vegar um bæinn. Þegar Fréttablaðið náði tali af Hafsteini var hönnuðurinn á fullu að setja upp myndvarpa fyrir frumsýninguna á sunnudaginn. „Hugmyndin er að upphefja sagnahefðina og búa til skreytingar sem eru skemmtilegar fyrir börn jafnt sem fullorðna. Það var kominn tími á að breyta til í jólaskreytingum miðborgarinnar en það er einfaldleikinn sem skiptir máli. Hver man til dæmis ekki eftir jólasveinunum í Rammagerðinni sem ávallt hefur verið beðið eftir með mikilli eftirvæntingu? Mig langaði að búa til þannig stemmningu." Gunnar Karlsson teiknari gerði fígúrurnar en hann teiknaði til dæmis fyrir íslensku teiknimyndina Þór. „Allar persónurnar eru í þrívídd svo þær hreyfast líka. Til dæmis trónir Grýla yfir Bankastrætinu og minnir fólk á að fara hægt um gleðinnar dyr yfir hátíðirnar."Stúfur Það er Gunnar Karlsson sem teiknar jólavættirnar.Verkefnið er liður í átaki Höfuðborgarstofu til að laða ferðamenn til landsins yfir hátíðirnar. „Markmiðið er að búa til samtöl milli borgarbúa og ferðamanna um vættirnar og okkar jólahefðir." Nánari upplýsingar um verkefnið og Jólakortið 2011 er að finna á vef Höfuðborgarstofu. -áp
Jólafréttir Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Fleiri fréttir Kjólasaga Brooklyns loðin Valentino er allur Ein heitasta stjarna í heimi Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum „Eins nakin og ég kemst upp með“ Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira