Draumur að rætast að fá að hitta poppkónginn 25. nóvember 2011 10:30 Páll Óskar ætlar að hitta þá Daryl Brown og Craig Murray þegar þeir koma til Íslands. Þetta ástralska par er miklir Frostrósa-aðdáendur og eru hér á góðri stundu með Regínu Ósk og Friðriki Ómari. xxx „Ég held alveg sérstaklega upp á Pál Óskar. Ég hef haft áhuga á tónlistinni hans síðan 1987 og Eurovision síðan hann flutti Minn hinsti dans. Í raun og veru er það hann sem vakti hjá mér áhuga á íslenskri tónlist og þá sérstaklega Eurovision.“ Þetta segir Craig Murray, einlægur ástralskur Íslandsvinur og tónleikagestur Frostrósa, sem langar alveg sérstaklega til að hitta Pál Óskar Hjálmtýsson þegar hann og sambýlingur hans, Daryl Brown, koma hingað til Íslands skömmu fyrir jól. Eins og Fréttablaðið greindi frá í ágúst reyndu Murray og Brown að fá fund hjá Jóhönnu Sigurðardóttur, hún væri nánast í guðatölu hjá þeim. Murray upplýsir að hann hafi sent aðstoðarmanni Jóhönnu fyrirspurn um hvort þeir gætu fengið mynd af sér með íslenska forsætisráðherranum. „En það reyndist ekki vera hægt,“ segir Murray, sem fær hins vegar þann draum sinn uppfylltan að hitta Pál Óskar. Því þegar Fréttablaðið hafði samband við íslensku poppstjörnuna stóð ekki á honum. „Auðvitað, ég tek þeim opnum örmum og geri vel við þá. Eru þeir ekki miklir Eurovision-aðdáendur?“ segir Páll. Murray átti ekki orð þegar Fréttablaðið flutti honum þessi tíðindi og ástralski Eurovision-aðdáandinn sagðist vera hamingjusamasti maður Ástralíu um þessar mundir. Fundur þeirra þriggja á eflaust eftir að vera rúsínan í pylsuendanum því þeir Murray og Brown eiga 20 ára sambýlisafmæli þegar þeir koma hingað og Murray sjálfur verður fimmtugur meðan á Íslandsdvölinni stendur. Þeir félagar verða á tónleikum Frostrósa á Akureyri hinn 17. desember og ætla síðan að drekka í sig hina rammíslensku jólastemningu fyrir norðan og á höfuðborgarsvæðinu. „Ég veit að við munum skemmta okkur konunglega þegar við komum,“ segir Murray. freyrgigja@frettabladid.is Íslandsvinir Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
xxx „Ég held alveg sérstaklega upp á Pál Óskar. Ég hef haft áhuga á tónlistinni hans síðan 1987 og Eurovision síðan hann flutti Minn hinsti dans. Í raun og veru er það hann sem vakti hjá mér áhuga á íslenskri tónlist og þá sérstaklega Eurovision.“ Þetta segir Craig Murray, einlægur ástralskur Íslandsvinur og tónleikagestur Frostrósa, sem langar alveg sérstaklega til að hitta Pál Óskar Hjálmtýsson þegar hann og sambýlingur hans, Daryl Brown, koma hingað til Íslands skömmu fyrir jól. Eins og Fréttablaðið greindi frá í ágúst reyndu Murray og Brown að fá fund hjá Jóhönnu Sigurðardóttur, hún væri nánast í guðatölu hjá þeim. Murray upplýsir að hann hafi sent aðstoðarmanni Jóhönnu fyrirspurn um hvort þeir gætu fengið mynd af sér með íslenska forsætisráðherranum. „En það reyndist ekki vera hægt,“ segir Murray, sem fær hins vegar þann draum sinn uppfylltan að hitta Pál Óskar. Því þegar Fréttablaðið hafði samband við íslensku poppstjörnuna stóð ekki á honum. „Auðvitað, ég tek þeim opnum örmum og geri vel við þá. Eru þeir ekki miklir Eurovision-aðdáendur?“ segir Páll. Murray átti ekki orð þegar Fréttablaðið flutti honum þessi tíðindi og ástralski Eurovision-aðdáandinn sagðist vera hamingjusamasti maður Ástralíu um þessar mundir. Fundur þeirra þriggja á eflaust eftir að vera rúsínan í pylsuendanum því þeir Murray og Brown eiga 20 ára sambýlisafmæli þegar þeir koma hingað og Murray sjálfur verður fimmtugur meðan á Íslandsdvölinni stendur. Þeir félagar verða á tónleikum Frostrósa á Akureyri hinn 17. desember og ætla síðan að drekka í sig hina rammíslensku jólastemningu fyrir norðan og á höfuðborgarsvæðinu. „Ég veit að við munum skemmta okkur konunglega þegar við komum,“ segir Murray. freyrgigja@frettabladid.is
Íslandsvinir Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira