Endurspegla samskiptin 14. desember 2011 12:00 Dóra Welding. Mynd/Anton „Auðvitað er ég rosalegt jólabarn,“ segir Dóra Welding lyfjatæknir. „Uppáhaldstíminn minn er frá ágúst fram að jólum. Ég þarf helst að vera í fríi í kringum jólin til að skreyta og pakka. En svo vil ég líka taka allt skraut niður á nýársdag. Þá er ég komin með bólur.“ Dóra segist leggja mjög mikið upp úr því að pakkarnir séu sem glæsilegastir og endurspegli persónuleika viðtakandans. „Ég stúdera skraut til að setja á pakkana alveg frá því í september,“ segir hún. „Ef ég sé eitthvað skemmtilegt dót sem gæti passað á pakka kaupi ég það um leið. Auðvitað nýti ég líka ýmislegt sem ég á fyrir, það þarf alls ekki að vera dýrt. Svo getur fólk hengt dótið sem var á pakkanum á jólatréð og hugsað um Dóru þegar það horfir á það.“ Dóra segir miklar pælingar liggja að baki hverjum pakka, skrautið utan á verði að kallast á við gjöfina sem er innan í. „Aðalatriðið er þó að pakkinn endurspegli það samband sem ég á í við viðtakandann. Að það flæði sem er í samskiptunum skili sér í útliti pakkans.“ Dóra segist alltaf hafa verið svona mikið jólabarn og skreytingagleðin sé í genunum. „Þetta er ríkjandi eiginleiki í fjölskyldu minni,“ segir hún. „Ég beinlínis elska allt svona augnakonfekt.“ -fsb Jólafréttir Mest lesið Eggjalaus jólabakstur er leikur einn Jól Skreyttur skór í gluggann Jólin Ekta amerískur kalkúnn Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 11. desember Jól Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Angan af lyngi boðaði komu jóla Jól Sveppahjúpað hátíðarhreindýr Jól Glys og glamúr um hátíðarnar Jól Jólakúlur Jólin Jólafrómas að færeyskum hætti Jólin
„Auðvitað er ég rosalegt jólabarn,“ segir Dóra Welding lyfjatæknir. „Uppáhaldstíminn minn er frá ágúst fram að jólum. Ég þarf helst að vera í fríi í kringum jólin til að skreyta og pakka. En svo vil ég líka taka allt skraut niður á nýársdag. Þá er ég komin með bólur.“ Dóra segist leggja mjög mikið upp úr því að pakkarnir séu sem glæsilegastir og endurspegli persónuleika viðtakandans. „Ég stúdera skraut til að setja á pakkana alveg frá því í september,“ segir hún. „Ef ég sé eitthvað skemmtilegt dót sem gæti passað á pakka kaupi ég það um leið. Auðvitað nýti ég líka ýmislegt sem ég á fyrir, það þarf alls ekki að vera dýrt. Svo getur fólk hengt dótið sem var á pakkanum á jólatréð og hugsað um Dóru þegar það horfir á það.“ Dóra segir miklar pælingar liggja að baki hverjum pakka, skrautið utan á verði að kallast á við gjöfina sem er innan í. „Aðalatriðið er þó að pakkinn endurspegli það samband sem ég á í við viðtakandann. Að það flæði sem er í samskiptunum skili sér í útliti pakkans.“ Dóra segist alltaf hafa verið svona mikið jólabarn og skreytingagleðin sé í genunum. „Þetta er ríkjandi eiginleiki í fjölskyldu minni,“ segir hún. „Ég beinlínis elska allt svona augnakonfekt.“ -fsb
Jólafréttir Mest lesið Eggjalaus jólabakstur er leikur einn Jól Skreyttur skór í gluggann Jólin Ekta amerískur kalkúnn Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 11. desember Jól Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Angan af lyngi boðaði komu jóla Jól Sveppahjúpað hátíðarhreindýr Jól Glys og glamúr um hátíðarnar Jól Jólakúlur Jólin Jólafrómas að færeyskum hætti Jólin