Afslöppuð aðventa - svona minnkar þú desemberstressið 13. desember 2011 20:00 Hvíldarstundir, tónlist, bókalestur, strætóferðir í stað aksturs á eigin vegum og fleira til getur minnkað stress desembermánaðar til muna. Nordicphotos/getty Fátt er verra en að vera fastur í umferðarsultu alla aðventuna. Það má gera ýmislegt til að koma í veg fyrir að eilíft stress og tímahrak verði einu minningarnar um aðventuna í ár. Jólagjafir með fyrirvara Flestar góðar húsmæður og -feður vita að jólagjafir skal kaupa inn jafnt og þétt en ekki allar á Þorláksmessu. Það sem hins vegar margir flaska á er að best er að sinna einnig innpökkun jafnt og þétt því það er ærið verk að eiga hana alla eftir nokkrum dögum fyrir jól. Gott ráð: sprautið hárlakki yfir gjafaborða og slaufur til að það haldist betur fram að afhendingardegi.Útvarp á kvöldin Það er ástæða fyrir því að margir slappa betur af í sumarbústað án sjónvarps. Einfalt ráð fyrir afslappaðri aðventu er að reyna að hafa sem minnst kveikt á sjónvarpinu í desember. Hlustið þess í stað á útvarpssögur, klassíska tónlist, fallega jólasálma og hljóðbækur með íslenskum eða innlendum skáldsögum eða jafnvel Íslendingasögum. Veljið ykkur einn klukkutíma í mesta lagi til að hafa kveikt á sjónvarpinu.Reynið að keyra sem minnst Umferðin getur verið afar þung í desember og heilmikil orka sparast við það að þurfa ekki að svitna í umferðarhnútum og passa upp á sig og aðra. Það er fullkomin afslöppun að láta þaulvana strætisvagnabílstjóra sjá um aksturinn og njóta útsýnisins. Nú, eða fá sér góðan göngutúr. Mælum með að bakpoki sé tekinn með í bæjarferðina undir jólainnkaupin, með góðum stuðningi. Ekki gleyma því svo að það má nota póstþjónustu til að koma pökkum á milli bæjarhluta.Takið góða hvíld á milli verka Setjið inn í stundarskrána pásur þegar dagarnir eru þéttbókaðir í verkum og vinnu. Ekki hugsa um vinnu eða hvað á eftir að gera í þessum hléum heldur hreinsið hugann, jafnvel með góðri tónlist eða slökun sem hentar. Tölvuleikur, kapall eða bók er ekki vitlaus hugmynd. -jma Jólafréttir Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Rafræn jólakort Jólin Jóla-aspassúpa Jól Svona gerirðu graflax Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Innbökuð nautalund á hátíðarborðið Jólin Jólaguðspjallið Jól
Fátt er verra en að vera fastur í umferðarsultu alla aðventuna. Það má gera ýmislegt til að koma í veg fyrir að eilíft stress og tímahrak verði einu minningarnar um aðventuna í ár. Jólagjafir með fyrirvara Flestar góðar húsmæður og -feður vita að jólagjafir skal kaupa inn jafnt og þétt en ekki allar á Þorláksmessu. Það sem hins vegar margir flaska á er að best er að sinna einnig innpökkun jafnt og þétt því það er ærið verk að eiga hana alla eftir nokkrum dögum fyrir jól. Gott ráð: sprautið hárlakki yfir gjafaborða og slaufur til að það haldist betur fram að afhendingardegi.Útvarp á kvöldin Það er ástæða fyrir því að margir slappa betur af í sumarbústað án sjónvarps. Einfalt ráð fyrir afslappaðri aðventu er að reyna að hafa sem minnst kveikt á sjónvarpinu í desember. Hlustið þess í stað á útvarpssögur, klassíska tónlist, fallega jólasálma og hljóðbækur með íslenskum eða innlendum skáldsögum eða jafnvel Íslendingasögum. Veljið ykkur einn klukkutíma í mesta lagi til að hafa kveikt á sjónvarpinu.Reynið að keyra sem minnst Umferðin getur verið afar þung í desember og heilmikil orka sparast við það að þurfa ekki að svitna í umferðarhnútum og passa upp á sig og aðra. Það er fullkomin afslöppun að láta þaulvana strætisvagnabílstjóra sjá um aksturinn og njóta útsýnisins. Nú, eða fá sér góðan göngutúr. Mælum með að bakpoki sé tekinn með í bæjarferðina undir jólainnkaupin, með góðum stuðningi. Ekki gleyma því svo að það má nota póstþjónustu til að koma pökkum á milli bæjarhluta.Takið góða hvíld á milli verka Setjið inn í stundarskrána pásur þegar dagarnir eru þéttbókaðir í verkum og vinnu. Ekki hugsa um vinnu eða hvað á eftir að gera í þessum hléum heldur hreinsið hugann, jafnvel með góðri tónlist eða slökun sem hentar. Tölvuleikur, kapall eða bók er ekki vitlaus hugmynd. -jma
Jólafréttir Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Rafræn jólakort Jólin Jóla-aspassúpa Jól Svona gerirðu graflax Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Innbökuð nautalund á hátíðarborðið Jólin Jólaguðspjallið Jól