Tap nú 5,3 milljarðar 29. nóvember 2011 05:15 Orkuveita Reykjavíkur (OR) tapaði ríflega 5,3 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Það er talsverður viðsnúningur frá sama tímabili í fyrra þegar hagnaðurinn var tæplega 17 milljarðar króna. Þetta kemur fram í árshlutareikningi OR sem lagður var fram í gær. Þrátt fyrir þetta var afkoma af reglulegri starfsemi betri en á síðasta ári. Rekstrartekjur tímabilsins námu 24,4 milljörðum króna en voru 19,4 milljarðar á sama tímabili í fyrra. Heildareignir OR voru 291,7 milljarðar, en voru 286,5 milljarðar á sama tíma í fyrra. Auknar tekjur og aðhald í rekstri skýra betri afkomu, að því er fram kemur í tilkynningu frá Orkuveitunni. Á móti kemur óhagstæð gengisþróun og lækkun álverðs sem hefur haft verulega neikvæð áhrif á stöðu félagsins. Haldbært fé frá rekstri OR nam 14,1 milljarði króna, og hækkaði um 4,3 milljarða króna frá fyrstu níu mánuðum síðasta árs samkvæmt árshlutareikningnum. Í tilkynningu frá OR segir að vel hafi gengið að ná tökum á rekstrinum og skera niður kostnað. Það sé lykilatriði að fyrirtækið standi við þá aðgerðaráætlun sem gerð hafi verið í samstarfi við eigendur þess í vor. Þar segir jafnframt að þróun ytri þátta á borð við álverð og gengi sýni að fyrirtækið sé enn of viðkvæmt fyrir sveiflum af því tagi. - bj Fréttir Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Orkuveita Reykjavíkur (OR) tapaði ríflega 5,3 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Það er talsverður viðsnúningur frá sama tímabili í fyrra þegar hagnaðurinn var tæplega 17 milljarðar króna. Þetta kemur fram í árshlutareikningi OR sem lagður var fram í gær. Þrátt fyrir þetta var afkoma af reglulegri starfsemi betri en á síðasta ári. Rekstrartekjur tímabilsins námu 24,4 milljörðum króna en voru 19,4 milljarðar á sama tímabili í fyrra. Heildareignir OR voru 291,7 milljarðar, en voru 286,5 milljarðar á sama tíma í fyrra. Auknar tekjur og aðhald í rekstri skýra betri afkomu, að því er fram kemur í tilkynningu frá Orkuveitunni. Á móti kemur óhagstæð gengisþróun og lækkun álverðs sem hefur haft verulega neikvæð áhrif á stöðu félagsins. Haldbært fé frá rekstri OR nam 14,1 milljarði króna, og hækkaði um 4,3 milljarða króna frá fyrstu níu mánuðum síðasta árs samkvæmt árshlutareikningnum. Í tilkynningu frá OR segir að vel hafi gengið að ná tökum á rekstrinum og skera niður kostnað. Það sé lykilatriði að fyrirtækið standi við þá aðgerðaráætlun sem gerð hafi verið í samstarfi við eigendur þess í vor. Þar segir jafnframt að þróun ytri þátta á borð við álverð og gengi sýni að fyrirtækið sé enn of viðkvæmt fyrir sveiflum af því tagi. - bj
Fréttir Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira