Sálmur 73 - Í Betlehem er barn oss fætt 1. nóvember 2011 00:01 Latneskur sálmur frá 14. öld - Valdimar Briem Þýskt vísnalag frá um 1600 - Berggreen 1849 - Sb. 1589 Í BETLEHEM er barn oss fætt, barn oss fætt. Því fagni gjörvöll Adams ætt. Hallelúja, hallelúja. Það barn oss fæddi fátæk mær, fátæk mær. Hann er þó dýrðar Drottinn skær. Hallelúja, hallelúja. Hann var í jötu lagður lágt, lagður lágt. en ríkir þó á himnum hátt. Hallelúja, hallelúja. Hann vegsömuðu vitringar, vitringar. hann tigna himins herskarar. Hallelúja, hallelúja. Þeir boða frelsi' og frið á jörð, frið á jörð. og blessun Drottins barnahjörð. Hallelúja, hallelúja. Vér undir tökum englasöng, englasöng. og nú finnst oss ei nóttin löng. Hallelúja, hallelúja. Vér fögnum komu frelsarans, frelsarans. vér erum systkin orðin hans. Hallelúja, hallelúja. Hvert fátækt hreysi höll nú er, höll nú er. því Guð er sjálfur gestur hér. Hallelúja, hallelúja. Í myrkrum ljómar lífsins sól, lífsins sól. Þér, Guð, sé lof fyrir gleðileg jól. Hallelúja, hallelúja. Jólahald Jólatónlist Mest lesið Opnunartímar Kringlunnar Jól Jólalag dagsins: Jónsi og Selma með Þú komst með jólin til mín Jól Þannig voru jólin 1959 Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 3. desember Jól Humarsalat á smjördeigsbotni með grilluðum aspas og sítrónu Jól Heimagerður brjóstsykur Jól Sviðsetning eftir ákveðnu handriti Jól Frá ljósanna hásal Jól Jólasýning með Mariah Carey í Sandgerði Jól Gerðu mikið úr aðventunni Jól
Latneskur sálmur frá 14. öld - Valdimar Briem Þýskt vísnalag frá um 1600 - Berggreen 1849 - Sb. 1589 Í BETLEHEM er barn oss fætt, barn oss fætt. Því fagni gjörvöll Adams ætt. Hallelúja, hallelúja. Það barn oss fæddi fátæk mær, fátæk mær. Hann er þó dýrðar Drottinn skær. Hallelúja, hallelúja. Hann var í jötu lagður lágt, lagður lágt. en ríkir þó á himnum hátt. Hallelúja, hallelúja. Hann vegsömuðu vitringar, vitringar. hann tigna himins herskarar. Hallelúja, hallelúja. Þeir boða frelsi' og frið á jörð, frið á jörð. og blessun Drottins barnahjörð. Hallelúja, hallelúja. Vér undir tökum englasöng, englasöng. og nú finnst oss ei nóttin löng. Hallelúja, hallelúja. Vér fögnum komu frelsarans, frelsarans. vér erum systkin orðin hans. Hallelúja, hallelúja. Hvert fátækt hreysi höll nú er, höll nú er. því Guð er sjálfur gestur hér. Hallelúja, hallelúja. Í myrkrum ljómar lífsins sól, lífsins sól. Þér, Guð, sé lof fyrir gleðileg jól. Hallelúja, hallelúja.
Jólahald Jólatónlist Mest lesið Opnunartímar Kringlunnar Jól Jólalag dagsins: Jónsi og Selma með Þú komst með jólin til mín Jól Þannig voru jólin 1959 Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 3. desember Jól Humarsalat á smjördeigsbotni með grilluðum aspas og sítrónu Jól Heimagerður brjóstsykur Jól Sviðsetning eftir ákveðnu handriti Jól Frá ljósanna hásal Jól Jólasýning með Mariah Carey í Sandgerði Jól Gerðu mikið úr aðventunni Jól