Sálmur 84 - Signuð skín réttlætis sólin 1. nóvember 2011 00:01 Signuð skín réttlætis sólin frá Ísraels fjöllum, sólstafir kærleikans ljóma frá Betlehems völlum. Blessuð um jól börnunum Guðs þessi sól flytur ljós frelsisins öllum. Hví er þá dapurt og dimmt í þér, mannlega hjarta? Dimman og hryggðin í guðsríkis birtunni' ei skarta. Ei má þín synd, ei má þín fáviska blind byrgja þér ljósið Guðs bjarta. Kærleikans ímyndin fegursta, frelsarinn blíður, faðminn Guðs miskunnar enn sem fyrr hjörtunum býður. Hvíld finnur hér hver sá, er þjakaður er, huggun sá, hrelling er líður. Kom því, ó, maður, og fagnaðu frelsinu lýða, flýttu þér öruggur Drottins í armana blíða. Heit honum trú, hjarta þitt gef honum nú, lát hann ei lengur þín bíða. Jólahald Jólatónlist Mest lesið Kjötbollur í hátíðarbúning Jólin Jóladagatal Vísis: Fermingin hans Bjarka Jólin Erfið leiðin að jólaskónum Jól Jóhanna Guðrún: Nauðsynlegt að baka með mömmu Jól Njótum jólanna án þess að kála okkur Jól Adam átti syni sjö Jól Sósan má ekki klikka Jól Jólasveinarnir búa í helli Jól Efni í handgerð og kort og heimage Jól Hannyrðir fyrir jólin Jól
Signuð skín réttlætis sólin frá Ísraels fjöllum, sólstafir kærleikans ljóma frá Betlehems völlum. Blessuð um jól börnunum Guðs þessi sól flytur ljós frelsisins öllum. Hví er þá dapurt og dimmt í þér, mannlega hjarta? Dimman og hryggðin í guðsríkis birtunni' ei skarta. Ei má þín synd, ei má þín fáviska blind byrgja þér ljósið Guðs bjarta. Kærleikans ímyndin fegursta, frelsarinn blíður, faðminn Guðs miskunnar enn sem fyrr hjörtunum býður. Hvíld finnur hér hver sá, er þjakaður er, huggun sá, hrelling er líður. Kom því, ó, maður, og fagnaðu frelsinu lýða, flýttu þér öruggur Drottins í armana blíða. Heit honum trú, hjarta þitt gef honum nú, lát hann ei lengur þín bíða.
Jólahald Jólatónlist Mest lesið Kjötbollur í hátíðarbúning Jólin Jóladagatal Vísis: Fermingin hans Bjarka Jólin Erfið leiðin að jólaskónum Jól Jóhanna Guðrún: Nauðsynlegt að baka með mömmu Jól Njótum jólanna án þess að kála okkur Jól Adam átti syni sjö Jól Sósan má ekki klikka Jól Jólasveinarnir búa í helli Jól Efni í handgerð og kort og heimage Jól Hannyrðir fyrir jólin Jól