Sálmur 85 - Af himnum ofan boðskap ber 1. nóvember 2011 00:01 Af himnum ofan boðskap ber oss, börnum jarðar, englaher Vér fögnum þeirri fregn í trú, af fögnuð hjartans syngjum nú. Í dag er heimi frelsi fætt, er fær vor mein og harma bætt, það barnið þekkjum blessað vér, vor bróðir Jesús Kristur er. Og oss til merkis er það sagt: Í aumum reifum finnum lagt það barn í jötu', er hefur heim í hendi sér og ljóssins geim. Því gleðjumst allir, góðir menn, og göngum þangað allir senn, þá jólagjöf, Guðs son, að sjá, er sauða hirðar gleðjast hjá. Æ, velkominn oss vertu þá, er vorar syndir tókst þig á. Oss, Jesús, kenn að þakka þér, að þínir bræður urðum vér. Ó, Guð, sem ráð á öllu átt, hví ertu kominn hér svo lágt, í tötrum lagður hart á hey, sem hefðir dýrri bústað ei? Þótt veröld öll sé víð og löng, sú vaggan er þér samt of þröng og þín ei verð, þótt væri' hún full af vegsemd þeirri', er skín sem gull. Svo hefur, Drottinn, þóknast þér, og þá vilt speki kenna mér, að heimsins auð og allt hans glys þú eigi virðir meira' en fis. Jólahald Jólatónlist Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Jóla-aspassúpa Jól Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól Jólaguðspjallið Jól Svona gerirðu graflax Jól Innbökuð nautalund á hátíðarborðið Jólin Borða með góðri samvisku Jól
Af himnum ofan boðskap ber oss, börnum jarðar, englaher Vér fögnum þeirri fregn í trú, af fögnuð hjartans syngjum nú. Í dag er heimi frelsi fætt, er fær vor mein og harma bætt, það barnið þekkjum blessað vér, vor bróðir Jesús Kristur er. Og oss til merkis er það sagt: Í aumum reifum finnum lagt það barn í jötu', er hefur heim í hendi sér og ljóssins geim. Því gleðjumst allir, góðir menn, og göngum þangað allir senn, þá jólagjöf, Guðs son, að sjá, er sauða hirðar gleðjast hjá. Æ, velkominn oss vertu þá, er vorar syndir tókst þig á. Oss, Jesús, kenn að þakka þér, að þínir bræður urðum vér. Ó, Guð, sem ráð á öllu átt, hví ertu kominn hér svo lágt, í tötrum lagður hart á hey, sem hefðir dýrri bústað ei? Þótt veröld öll sé víð og löng, sú vaggan er þér samt of þröng og þín ei verð, þótt væri' hún full af vegsemd þeirri', er skín sem gull. Svo hefur, Drottinn, þóknast þér, og þá vilt speki kenna mér, að heimsins auð og allt hans glys þú eigi virðir meira' en fis.
Jólahald Jólatónlist Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Jóla-aspassúpa Jól Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól Jólaguðspjallið Jól Svona gerirðu graflax Jól Innbökuð nautalund á hátíðarborðið Jólin Borða með góðri samvisku Jól