Sálmur 565 - Kom, blíða tíð 1. nóvember 2011 00:01 Kom, blíða tíð, með barnsins frið. Kom blessuð stund, með líkn og grið. Kom, hátíð æðst, og heiminn gist. Kom helgust nótt, með Drottin Krist. Kom, heilög birta, himni frá. Kom, hersveit engla, jörðu á. Já, kom og flyt þá fregn á ný að fætt oss barn sé jötu í. Skín, lífsins sól, í lágan dal. Kom, ljómi Guðs, úr himnasal. Kom, máttarhönd, svo mjúk og sterk og meðal vor gjör kraftaverk. Vér fögnum þér, ó blessað barn og bjarma slær á lífsins hjarn. Sjá, heilög von í hjörtum skín og hana vekur fæðing þín. Þótt hér sé dimmt, þótt hér sé kalt, þín heilög elska bætir allt. Þótt skorti frið, þótt falli tár, hún friðar, líknar, græðir sár. Ó, þegar sérhvert hjart'a er hreint og hefir, Drottinn, mátt þinn reynt þá ljómar heimi lífsins sól, vér lifum eilíf dýrðarjól. Jólahald Jólatónlist Mest lesið Sálmur 562 - Að jötu þinni Jól Eggjalaus jólabakstur er leikur einn Jól Hugleiðingar um aðventu Jól Aðventan er til að njóta Jól Svona gerirðu graflax Jól Með djúpa ástríðu fyrir jólaþorpum Jól Borða með góðri samvisku Jól Allir geta gert góðan jólamat Jól Eitt deig – þrenns konar smákökur Jól Frystir jólaskreytingarnar Jól
Kom, blíða tíð, með barnsins frið. Kom blessuð stund, með líkn og grið. Kom, hátíð æðst, og heiminn gist. Kom helgust nótt, með Drottin Krist. Kom, heilög birta, himni frá. Kom, hersveit engla, jörðu á. Já, kom og flyt þá fregn á ný að fætt oss barn sé jötu í. Skín, lífsins sól, í lágan dal. Kom, ljómi Guðs, úr himnasal. Kom, máttarhönd, svo mjúk og sterk og meðal vor gjör kraftaverk. Vér fögnum þér, ó blessað barn og bjarma slær á lífsins hjarn. Sjá, heilög von í hjörtum skín og hana vekur fæðing þín. Þótt hér sé dimmt, þótt hér sé kalt, þín heilög elska bætir allt. Þótt skorti frið, þótt falli tár, hún friðar, líknar, græðir sár. Ó, þegar sérhvert hjart'a er hreint og hefir, Drottinn, mátt þinn reynt þá ljómar heimi lífsins sól, vér lifum eilíf dýrðarjól.
Jólahald Jólatónlist Mest lesið Sálmur 562 - Að jötu þinni Jól Eggjalaus jólabakstur er leikur einn Jól Hugleiðingar um aðventu Jól Aðventan er til að njóta Jól Svona gerirðu graflax Jól Með djúpa ástríðu fyrir jólaþorpum Jól Borða með góðri samvisku Jól Allir geta gert góðan jólamat Jól Eitt deig – þrenns konar smákökur Jól Frystir jólaskreytingarnar Jól