Höfðatorg er afar vel staðsett í jaðri miðborgar Reykjavíkur og því á eftirsóttum stað fyrir fyrirtæki af öllum toga.
Fyrirtækjaflóran á Höfðatorgi er enda fjölbreytt. Á jarðhæð er að finna fyrirtæki á borð við veitingastaðina Hamborgarafabrikkuna, Happ og Serrano, fylgihlutaverslunina Kastaníu og saumastofuna Saumsprettuna.
Ýmsar skrifstofur eru á hæðunum fyrir ofan auk þess sem Karl Berndsen hefur nýlega flutt Bjútíbarinn sinn á aðra hæð Höfðatorgs.
Mikil ánægja ríkir meðal leigutaka með húsið og alla umgjörð þess og staðsetningu. Enn eru nokkrar hæðir lausar til útleigu.
