Adam Sandler hatar þig! Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 30. nóvember 2011 06:00 Bíó. Jack and Jill. Leikstjórn: Dennis Dugan. Leikarar: Adam Sandler, Al Pacino, Katie Holmes, Eugino Derbez, Johnny Depp. Stundum koma út myndir sem láta mann furða sig á því að enginn hafi bremsað framleiðsluna af strax í upphafi. Að enginn hafi gert athugasemdir við söguþráðinn. Að enginn hafi fattað það á á tökustað hvað viðkomandi afurð ætti eftir að verða mikið drasl. Adam Sandler að leika tvíbura af sitthvoru kyninu hefði átt að kveikja á viðvörunarbjöllum hjá einhverjum, en á undraverðan hátt komst Jack and Jill alla leið í kvikmyndahús og í augu mín. Ó, aumingja vesalings augun mín! Sandler er ævintýralega lélegur gamanleikari. Skrækirnir og líkamstjáning hans í hlutverki Jill eru af Gilbert Gottfried-skólanum og rembingslegir og ófyndnir eftir því. Mynd af þessu tagi stendur og fellur með aðalleikaranum. Þegar hann stendur sig svona illa skiptir annað engu máli. Aðrir leikarar eru skárri en allir virka þeir pínlegir og þvingaðir. Líklega hefur Sandler komið höndum yfir vandræðalegt kynlífsmyndband þar sem Al Pacino hangir nakinn á haus á meðan sirkusdvergar skiptast á að flengja hann. Það er eina mögulega ástæðan sem ég get fundið fyrir því að Pacino samþykkti að leika í Jack and Jill. Hann hefur verið kúgaður til þess. Af hverju er Adam Sandler svona illa við okkur? Hvað höfum við gert honum? Er hann kannski viljandi að reyna að eyðileggja feril sinn? Af hverju hættir hann ekki þá frekar að leika í kvikmyndum? Og hvernig má það vera að þessi mynd sé búin að hala inn 65 milljónir dollara? Megum við eiga von á framhaldsmynd? Spurningarnar eru margar og þeim er ekki auðsvarað. En þessa mynd skaltu forðast eins og drepsótt. Niðurstaða: Sparaðu þér aurinn og settu frekar jalapeño í augað á þér. Lífið Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bíó. Jack and Jill. Leikstjórn: Dennis Dugan. Leikarar: Adam Sandler, Al Pacino, Katie Holmes, Eugino Derbez, Johnny Depp. Stundum koma út myndir sem láta mann furða sig á því að enginn hafi bremsað framleiðsluna af strax í upphafi. Að enginn hafi gert athugasemdir við söguþráðinn. Að enginn hafi fattað það á á tökustað hvað viðkomandi afurð ætti eftir að verða mikið drasl. Adam Sandler að leika tvíbura af sitthvoru kyninu hefði átt að kveikja á viðvörunarbjöllum hjá einhverjum, en á undraverðan hátt komst Jack and Jill alla leið í kvikmyndahús og í augu mín. Ó, aumingja vesalings augun mín! Sandler er ævintýralega lélegur gamanleikari. Skrækirnir og líkamstjáning hans í hlutverki Jill eru af Gilbert Gottfried-skólanum og rembingslegir og ófyndnir eftir því. Mynd af þessu tagi stendur og fellur með aðalleikaranum. Þegar hann stendur sig svona illa skiptir annað engu máli. Aðrir leikarar eru skárri en allir virka þeir pínlegir og þvingaðir. Líklega hefur Sandler komið höndum yfir vandræðalegt kynlífsmyndband þar sem Al Pacino hangir nakinn á haus á meðan sirkusdvergar skiptast á að flengja hann. Það er eina mögulega ástæðan sem ég get fundið fyrir því að Pacino samþykkti að leika í Jack and Jill. Hann hefur verið kúgaður til þess. Af hverju er Adam Sandler svona illa við okkur? Hvað höfum við gert honum? Er hann kannski viljandi að reyna að eyðileggja feril sinn? Af hverju hættir hann ekki þá frekar að leika í kvikmyndum? Og hvernig má það vera að þessi mynd sé búin að hala inn 65 milljónir dollara? Megum við eiga von á framhaldsmynd? Spurningarnar eru margar og þeim er ekki auðsvarað. En þessa mynd skaltu forðast eins og drepsótt. Niðurstaða: Sparaðu þér aurinn og settu frekar jalapeño í augað á þér.
Lífið Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira