Íslendingar taki lagið saman 30. nóvember 2011 09:00 Sigtryggur baldursson 1. desember er hátíðisdagur fyrir íslenskt tónlistarfólk, en sama dag verður haldið upp á fimm ára afmæli Útón.fréttablaðið/anton „Við þurfum svolítið að fagna saman,“ segir Sigtryggur Baldursson tónlistarmaður. Sigtryggur er einn skipuleggjenda Dags íslenskrar tónlistar sem haldinn verður hátíðlegur á morgun, á sjálfan fullveldisdaginn. Í tilefni dagsins hefur verkefnið Syngjum saman verið skipulagt, en allar útvarpsstöðvar Íslands munu á morgun spila þrjú íslensk lög samtímis, klukkan 11.15. Allir eru svo að sjálfsögðu hvattir til að syngja með. „Okkur hefur lengi vantað svona viðburð til að halda upp á daginn á skemmtilegan hátt, og þannig að það tengist út í þjóðfélagið. Lögin þrjú eru þjóðþekkt og allir ættu að geta tekið undir. Stingum af með Mugison er til dæmis mikið sungið á leikskólum landsins um þessar mundir,“ segir Sigtryggur, en hin lögin tvo sem spiluð verða eru Söngur fuglanna eftir Atla Heimi Sveinsson og Stuðmannaslagarinn Manstu ekki eftir mér? eftir Ragnhildi Gísladóttur. Margir kunna textana við lögin, en þeir sem lærðu þá ekki í skátaútilegunni eða á sveitaballinu geta fundið skjal með öllum textunum þremur á stef.is. Grunn- og leikskólabörn landsins munu ryðja veginn með verkefnið, en skólar landsins hafa tekið vel í framtakið og í mörgum hverjum verður söngstund á sal til heiðurs íslenskri tónlist. Sigtryggur hvetur þó alla til að taka undir, og vinnustaði til að gefa hlé frá vinnu. Hann segir fulla þörf á degi sem þessum sem minnir okkur öll á auð íslenskrar tónlistar. „Hugmyndin er sú að hnykkja á því hvað íslensk tónlist er mikilvæg í daglegu lífi okkar allra. Hvort sem við erum skólabörn, alþingismenn eða tónlistarfólk. Tónlist er svo mikill hluti af menningu okkar og svo skemmtilegur hluti af tilverunni. Það er afskaplega mikilvægt að minna á það.“ - bb Dagur íslenskrar tónlistar Tónlist Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
„Við þurfum svolítið að fagna saman,“ segir Sigtryggur Baldursson tónlistarmaður. Sigtryggur er einn skipuleggjenda Dags íslenskrar tónlistar sem haldinn verður hátíðlegur á morgun, á sjálfan fullveldisdaginn. Í tilefni dagsins hefur verkefnið Syngjum saman verið skipulagt, en allar útvarpsstöðvar Íslands munu á morgun spila þrjú íslensk lög samtímis, klukkan 11.15. Allir eru svo að sjálfsögðu hvattir til að syngja með. „Okkur hefur lengi vantað svona viðburð til að halda upp á daginn á skemmtilegan hátt, og þannig að það tengist út í þjóðfélagið. Lögin þrjú eru þjóðþekkt og allir ættu að geta tekið undir. Stingum af með Mugison er til dæmis mikið sungið á leikskólum landsins um þessar mundir,“ segir Sigtryggur, en hin lögin tvo sem spiluð verða eru Söngur fuglanna eftir Atla Heimi Sveinsson og Stuðmannaslagarinn Manstu ekki eftir mér? eftir Ragnhildi Gísladóttur. Margir kunna textana við lögin, en þeir sem lærðu þá ekki í skátaútilegunni eða á sveitaballinu geta fundið skjal með öllum textunum þremur á stef.is. Grunn- og leikskólabörn landsins munu ryðja veginn með verkefnið, en skólar landsins hafa tekið vel í framtakið og í mörgum hverjum verður söngstund á sal til heiðurs íslenskri tónlist. Sigtryggur hvetur þó alla til að taka undir, og vinnustaði til að gefa hlé frá vinnu. Hann segir fulla þörf á degi sem þessum sem minnir okkur öll á auð íslenskrar tónlistar. „Hugmyndin er sú að hnykkja á því hvað íslensk tónlist er mikilvæg í daglegu lífi okkar allra. Hvort sem við erum skólabörn, alþingismenn eða tónlistarfólk. Tónlist er svo mikill hluti af menningu okkar og svo skemmtilegur hluti af tilverunni. Það er afskaplega mikilvægt að minna á það.“ - bb
Dagur íslenskrar tónlistar Tónlist Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira