Rannsaka Glitni og FL Group – þrír Glitnismenn í varðhald 1. desember 2011 08:30 Jóhannes Baldursson, var úrskurðaður í gæsluvarðhald. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, var í gærdag úrskurðaður í einnar viku gæsluvarðhald vegna rannsóknar sérstaks saksóknara á meintum brotum í rekstri bankans fyrir hrun. Tveir aðrir Glitnismenn, Jóhannes Baldursson, sem var framkvæmdastjóri á markaðsviðskiptasviði, og Ingi Rafnar Júlíusson, sem starfaði á verðbréfasviði bankans, voru leiddir fyrir dómara í héraðsdómi Reykjavíkur í gærkvöldi. Þar var fallist á kröfu saksóknara um einnar viku gæsluvarðhald yfir þeim. Jóhannes starfar enn hjá Íslandsbanka en hefur verið sendur í leyfi vegna málsins líkt og aðrir núverandi starfsmenn bankans sem fengið hafa réttarstöðu grunaðra í rannsókninni, samkvæmt upplýsingum frá bankanum. Ingi Rafnar starfar nú hjá MP banka, eftir að deildin sem hann tilheyrði hjá Sögu fjárfestingabanka var keypt yfir til MP. Farið var fram á varðhald yfir fjórða manninum, Elmari Svavarssyni, en héraðsdómur hafnaði þeirri beiðni. Gæsluvarðhaldskröfurnar voru settar fram á grundvelli rannsóknarhagsmuna, enda telur sérstakur saksóknari að mennirnir geti spillt rannsókninni með því að ráðfæra sig við aðra sakborninga gangi þeir lausir. Enn á eftir að taka skýrslur af lykilmönnum í málinu. Rannsóknin snýr að umfangsmikilli markaðsmisnotkun og öðrum brotum í rekstri bankans. Viðskiptin sem til rannsóknar eru nema mörgum tugum milljarða og tengjast að stórum hluta FL Group. Yfirheyrslurnar í gær snerust jafnframt um svokallað Stím-mál, sem Jóhannes Baldursson er talinn hafa átt stóran þátt í. Aðgerðirnar, sem hafa verið í undirbúningi um nokkurt skeið, hófust klukkan sjö í gærmorgun með handtökum og alls voru á annan tug manna yfirheyrðir. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, kveðst búast við að yfirheyrslunum verði fram haldið næstu daga. - sh Fréttir Stím málið Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Sjá meira
Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, var í gærdag úrskurðaður í einnar viku gæsluvarðhald vegna rannsóknar sérstaks saksóknara á meintum brotum í rekstri bankans fyrir hrun. Tveir aðrir Glitnismenn, Jóhannes Baldursson, sem var framkvæmdastjóri á markaðsviðskiptasviði, og Ingi Rafnar Júlíusson, sem starfaði á verðbréfasviði bankans, voru leiddir fyrir dómara í héraðsdómi Reykjavíkur í gærkvöldi. Þar var fallist á kröfu saksóknara um einnar viku gæsluvarðhald yfir þeim. Jóhannes starfar enn hjá Íslandsbanka en hefur verið sendur í leyfi vegna málsins líkt og aðrir núverandi starfsmenn bankans sem fengið hafa réttarstöðu grunaðra í rannsókninni, samkvæmt upplýsingum frá bankanum. Ingi Rafnar starfar nú hjá MP banka, eftir að deildin sem hann tilheyrði hjá Sögu fjárfestingabanka var keypt yfir til MP. Farið var fram á varðhald yfir fjórða manninum, Elmari Svavarssyni, en héraðsdómur hafnaði þeirri beiðni. Gæsluvarðhaldskröfurnar voru settar fram á grundvelli rannsóknarhagsmuna, enda telur sérstakur saksóknari að mennirnir geti spillt rannsókninni með því að ráðfæra sig við aðra sakborninga gangi þeir lausir. Enn á eftir að taka skýrslur af lykilmönnum í málinu. Rannsóknin snýr að umfangsmikilli markaðsmisnotkun og öðrum brotum í rekstri bankans. Viðskiptin sem til rannsóknar eru nema mörgum tugum milljarða og tengjast að stórum hluta FL Group. Yfirheyrslurnar í gær snerust jafnframt um svokallað Stím-mál, sem Jóhannes Baldursson er talinn hafa átt stóran þátt í. Aðgerðirnar, sem hafa verið í undirbúningi um nokkurt skeið, hófust klukkan sjö í gærmorgun með handtökum og alls voru á annan tug manna yfirheyrðir. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, kveðst búast við að yfirheyrslunum verði fram haldið næstu daga. - sh
Fréttir Stím málið Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Sjá meira