Jólunum bjargað Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 7. desember 2011 15:00 Kvikmyndir. Arthúr bjargar Jólunum. Leikstjóri: Sarah Smith. Aðalhlutverk: Ævar Þór Benediktsson, Arnar Jónsson og Harald G. Haraldsson. Teiknimyndin Arthúr bjargar jólunum byggir á kunnuglegri spurningu; hvernig í ósköpunum jólasveininum takist að dreifa pökkum til allra barna í heiminum. Sveinki er að þessu sinni frekar syfjulegur og seinn, langþreyttur á löngum ferðalögum og hefur falið syni sínum, Stefáni, að nútímavæða starf jólasveinsins. Þannig eru allir með android-síma og bæði sleðanum og hreindýrunum hefur verið skipt út fyrir risastórt geimfar. Jólanóttin er skipulögð í þaula og ekkert getur farið úrskeiðis. Leikstjóranum Söruh Smith tekst að skapa skemmtilegan heim í kringum jólasveininn á norðurpólnum. Jólasveinastarfið gengur í arf og líkt og í öðrum fjölskyldum er stöðugur metingur um hver sé fremstur meðal jafningja. Myndin er keyrð áfram á mjög látlausan og einfaldan hátt og hasarinn verður hvorki yfirþyrmandi né óþarflega hávaðasamur heldur bara hæfilegur. Persónurnar eru flestar kostulegar, þá sérstaklega Arthúr, hinn gleymdi sonur jólasveinsins sem tekur það vanþakkláta hlutverk að sér að bjarga jólunum. Þá er tæknitröllið Stefán ákaflega skondinn, tæknivæddur fram úr hófi með tölfræðina á hreinu (í hans tíð hafa bréfin verið flokkuð á vélrænan hátt og börnin eru eingöngu tölur á blaði). Íslensk talsetning er auðvitað til fyrirmyndar. Arthúr bjargar jólunum er óður til gamalla gilda sem minnir okkur rækilega á að hver einasti einstaklingur skiptir máli. Og þegar jólamynd tekst að græta tvo fullorðna einstaklinga og yngsti meðlimurinn fer fyrr að sofa til að reyna að heilla jólasveininn upp úr svörtu stígvélunum hefur hún augljóslega náð markmiði sínu. Niðurstaða: Arthúr bjargar jólunum er hugljúf teiknimynd með sönnum anda jólanna. Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Kvikmyndir. Arthúr bjargar Jólunum. Leikstjóri: Sarah Smith. Aðalhlutverk: Ævar Þór Benediktsson, Arnar Jónsson og Harald G. Haraldsson. Teiknimyndin Arthúr bjargar jólunum byggir á kunnuglegri spurningu; hvernig í ósköpunum jólasveininum takist að dreifa pökkum til allra barna í heiminum. Sveinki er að þessu sinni frekar syfjulegur og seinn, langþreyttur á löngum ferðalögum og hefur falið syni sínum, Stefáni, að nútímavæða starf jólasveinsins. Þannig eru allir með android-síma og bæði sleðanum og hreindýrunum hefur verið skipt út fyrir risastórt geimfar. Jólanóttin er skipulögð í þaula og ekkert getur farið úrskeiðis. Leikstjóranum Söruh Smith tekst að skapa skemmtilegan heim í kringum jólasveininn á norðurpólnum. Jólasveinastarfið gengur í arf og líkt og í öðrum fjölskyldum er stöðugur metingur um hver sé fremstur meðal jafningja. Myndin er keyrð áfram á mjög látlausan og einfaldan hátt og hasarinn verður hvorki yfirþyrmandi né óþarflega hávaðasamur heldur bara hæfilegur. Persónurnar eru flestar kostulegar, þá sérstaklega Arthúr, hinn gleymdi sonur jólasveinsins sem tekur það vanþakkláta hlutverk að sér að bjarga jólunum. Þá er tæknitröllið Stefán ákaflega skondinn, tæknivæddur fram úr hófi með tölfræðina á hreinu (í hans tíð hafa bréfin verið flokkuð á vélrænan hátt og börnin eru eingöngu tölur á blaði). Íslensk talsetning er auðvitað til fyrirmyndar. Arthúr bjargar jólunum er óður til gamalla gilda sem minnir okkur rækilega á að hver einasti einstaklingur skiptir máli. Og þegar jólamynd tekst að græta tvo fullorðna einstaklinga og yngsti meðlimurinn fer fyrr að sofa til að reyna að heilla jólasveininn upp úr svörtu stígvélunum hefur hún augljóslega náð markmiði sínu. Niðurstaða: Arthúr bjargar jólunum er hugljúf teiknimynd með sönnum anda jólanna.
Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira