Reykjavíkurapótek selt á 100 milljónir 14. desember 2011 06:00 Slegið Gengið var frá málinu í anddyri hússins fornfræga við Austurstræti í gær. Kaupverðið var 100 milljónir, eða um 36 þúsund krónur á hvern fermetra. Fréttablaðið/valli Hið fornfræga hús við Austurstræti 16, sem kennt er við Reykjavíkurapótek, var selt á nauðungaruppboði í gær. Gengið var að eina boðinu, sem kom frá slitastjórn Frjálsa fjárfestingarbankans og hljóðaði upp á hundrað milljónir króna. Húsið var í eigu A16 fasteignafélags, sem er alfarið í eigu Karls Steingrímssonar í Pelsinum. Hann hefur átt húsið síðan 1995. Karl hefur frest til 15. febrúar til að reyna að ná samningum um málið til að halda eigninni. „Eigum við ekki að vona það besta,“ segir hann spurður hvort hann ætli að láta á það reyna eða hvort hann líti svo á að hann hafi misst húsið. Hundrað milljóna kauptilboð Frjálsa fjárfestingarbankans hefur litla þýðingu, enda er bankanum skylt að gefa eftir skuldir sem hvíla á húsinu í samræmi við markaðsvirði þess. Ljóst er að það er miklum mun hærra en milljónirnar hundrað. Karl segist ekki gera sér grein fyrir því hvers virði húsið er. „Maður veit það aldrei fyrr en við sölu,“ segir hann. Húsið er 2.772 fermetrar, fasteignamat þess er um 285 milljónir en brunabótamatið nálægt milljarði. Fasteignasali sem Fréttablaðið ræddi við sagðist telja að markaðsvirði þess væri líklega ekki undir 750 milljónum. Frjálsi fjárfestingarbankinn er með 870 milljóna króna veð í húsinu og er með fyrsta veðrétt ásamt Avant. Nauðungaruppboð á húsinu fór fram í janúar síðastliðnum að kröfu Arion banka, sem á annan veðrétt í eignina. Arion banki bauð 300 milljónir en uppboðið reyndist árangurslaust, enda var kauptilboðið fjarri því að duga fyrir skuldunum við fyrstu veðréttarhafa og því hefði Arion banki ekkert fengið í sinn hlut. Karl biðst undan því að ræða málið mikið frekar að sinni. „Þetta er voðalega viðkvæmt fyrir okkur. Við ráðum ekki við þetta blessaða umhverfi okkar í dag. Það eru allir fórnarlömb í þessu,“ segir hann. Karl seldi í febrúar aðra merka eign, Kirkjuhvol við Kirkjutorg, þar sem verslunin Pelsinn er til húsa. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Hið fornfræga hús við Austurstræti 16, sem kennt er við Reykjavíkurapótek, var selt á nauðungaruppboði í gær. Gengið var að eina boðinu, sem kom frá slitastjórn Frjálsa fjárfestingarbankans og hljóðaði upp á hundrað milljónir króna. Húsið var í eigu A16 fasteignafélags, sem er alfarið í eigu Karls Steingrímssonar í Pelsinum. Hann hefur átt húsið síðan 1995. Karl hefur frest til 15. febrúar til að reyna að ná samningum um málið til að halda eigninni. „Eigum við ekki að vona það besta,“ segir hann spurður hvort hann ætli að láta á það reyna eða hvort hann líti svo á að hann hafi misst húsið. Hundrað milljóna kauptilboð Frjálsa fjárfestingarbankans hefur litla þýðingu, enda er bankanum skylt að gefa eftir skuldir sem hvíla á húsinu í samræmi við markaðsvirði þess. Ljóst er að það er miklum mun hærra en milljónirnar hundrað. Karl segist ekki gera sér grein fyrir því hvers virði húsið er. „Maður veit það aldrei fyrr en við sölu,“ segir hann. Húsið er 2.772 fermetrar, fasteignamat þess er um 285 milljónir en brunabótamatið nálægt milljarði. Fasteignasali sem Fréttablaðið ræddi við sagðist telja að markaðsvirði þess væri líklega ekki undir 750 milljónum. Frjálsi fjárfestingarbankinn er með 870 milljóna króna veð í húsinu og er með fyrsta veðrétt ásamt Avant. Nauðungaruppboð á húsinu fór fram í janúar síðastliðnum að kröfu Arion banka, sem á annan veðrétt í eignina. Arion banki bauð 300 milljónir en uppboðið reyndist árangurslaust, enda var kauptilboðið fjarri því að duga fyrir skuldunum við fyrstu veðréttarhafa og því hefði Arion banki ekkert fengið í sinn hlut. Karl biðst undan því að ræða málið mikið frekar að sinni. „Þetta er voðalega viðkvæmt fyrir okkur. Við ráðum ekki við þetta blessaða umhverfi okkar í dag. Það eru allir fórnarlömb í þessu,“ segir hann. Karl seldi í febrúar aðra merka eign, Kirkjuhvol við Kirkjutorg, þar sem verslunin Pelsinn er til húsa. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira