Sá strax að ég var með gull í höndunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2011 07:00 Eygló Ósk Gústafsdóttir Anton Sveinn McKee og Eygló Ósk Gústafsdóttir voru sigursæl á Norðurlandameistaramóti unglinga sem fram fór í Laugardalshöllinni um helgina, unnu saman sjö einstaklingsgull og náðu bestu afrekum mótsins. Anton vann fjóra Norðurlandameistaratitla og setti tvö Íslandsmet en Eygló Ósk vann þrjá Norðurlandameistaratitla og setti tvö Íslandsmet. Bæði hafa þau verið að bæta sig mikið undir stjórn Frakkans Jacky Pellerin sem var að sjálfsögðu himinlifandi með árangur helgarinnar. „Þetta var mjög gott hjá þeim báðum. Ég er mjög ánægður enda lögðu þau mikið á sig fyrir þetta mót. Við gerðum með okkur samning fyrir mótið og þau stóðu við hann," segir Jacky Pellerin og útskýrir samninginn nánar. „Anton átti að ná 15:15 í 1500 metrunum og hann fór næstum því fimmtán sekúndum hraðar en það og Eygló átti að ná 2:07 í 200 metra baksundi sem og hún gerði. Þetta er mitt fimmta tímabil með þau og þau hafa lagt mikið á sig til að ná þessum árangri. Þessi árangur kemur mér því ekki á óvart," segir Pellerin sem setti Norðurlandamótið í forgang. „Ég sagði við þau fyrir Íslandsmeistaramótið að þau myndu ekki toppa þar. Við settum stefnuna á það að þau myndu synda hraðar á Norðurlandamótinu því að mínu mati var það mót stærra og mikilvægara. Núna vitum við hvað þau geta gert," segir Pellerin sem er bjartsýnn á enn frekari bætingar. „Þau geta bæði bætt sig meira. Aðalmarkmiðið hjá Eygló núna er að ná að synda 200 metrana á 2:10 í löngu lauginni og ná A-lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana og fyrir Anton að ná að synda 1500 metrana á 15:15 í löngu brautinni sem myndi líka nægja honum til að komast inn á Ólympíuleikana," segir Pellerin. „Þessir krakkar eru frábærar fyrirmyndir fyrir önnur börn á Íslandi. Þau búa á Íslandi, æfa á Íslandi og standa sig frábærlega. Þau berjast alltaf til enda og gefast aldrei upp," segir Pellerin og hann vill halda áfram að vinna með þeim. „Margir erlendir þjálfarar koma til Íslands og fara síðan aftur eftir aðeins eitt til tvö ár. Þegar ég sá þessa krakka þá sagði ég við sjálfan mig: Ég er með gull í höndunum og þess vegna ætla ég að halda áfram að vinna með þeim. Ég er mjög stoltur af þeim," segir Pellerin. Anton og Eygló fá bæði rólega viku eftir ævintýri helgarinnar.„Þau fá að taka því svolítið rólega í þessari viku því ég get ekki alltaf pressað á þau," segir Pellerin að lokum. Innlendar Sund Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Sutton snýr aftur á Krókinn Sinner búinn að fyrirgefa sjúkraþjálfaranum sem setti hann í bann Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Sú næstelsta til þess að vinna alvöru leik Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Sjá meira
Anton Sveinn McKee og Eygló Ósk Gústafsdóttir voru sigursæl á Norðurlandameistaramóti unglinga sem fram fór í Laugardalshöllinni um helgina, unnu saman sjö einstaklingsgull og náðu bestu afrekum mótsins. Anton vann fjóra Norðurlandameistaratitla og setti tvö Íslandsmet en Eygló Ósk vann þrjá Norðurlandameistaratitla og setti tvö Íslandsmet. Bæði hafa þau verið að bæta sig mikið undir stjórn Frakkans Jacky Pellerin sem var að sjálfsögðu himinlifandi með árangur helgarinnar. „Þetta var mjög gott hjá þeim báðum. Ég er mjög ánægður enda lögðu þau mikið á sig fyrir þetta mót. Við gerðum með okkur samning fyrir mótið og þau stóðu við hann," segir Jacky Pellerin og útskýrir samninginn nánar. „Anton átti að ná 15:15 í 1500 metrunum og hann fór næstum því fimmtán sekúndum hraðar en það og Eygló átti að ná 2:07 í 200 metra baksundi sem og hún gerði. Þetta er mitt fimmta tímabil með þau og þau hafa lagt mikið á sig til að ná þessum árangri. Þessi árangur kemur mér því ekki á óvart," segir Pellerin sem setti Norðurlandamótið í forgang. „Ég sagði við þau fyrir Íslandsmeistaramótið að þau myndu ekki toppa þar. Við settum stefnuna á það að þau myndu synda hraðar á Norðurlandamótinu því að mínu mati var það mót stærra og mikilvægara. Núna vitum við hvað þau geta gert," segir Pellerin sem er bjartsýnn á enn frekari bætingar. „Þau geta bæði bætt sig meira. Aðalmarkmiðið hjá Eygló núna er að ná að synda 200 metrana á 2:10 í löngu lauginni og ná A-lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana og fyrir Anton að ná að synda 1500 metrana á 15:15 í löngu brautinni sem myndi líka nægja honum til að komast inn á Ólympíuleikana," segir Pellerin. „Þessir krakkar eru frábærar fyrirmyndir fyrir önnur börn á Íslandi. Þau búa á Íslandi, æfa á Íslandi og standa sig frábærlega. Þau berjast alltaf til enda og gefast aldrei upp," segir Pellerin og hann vill halda áfram að vinna með þeim. „Margir erlendir þjálfarar koma til Íslands og fara síðan aftur eftir aðeins eitt til tvö ár. Þegar ég sá þessa krakka þá sagði ég við sjálfan mig: Ég er með gull í höndunum og þess vegna ætla ég að halda áfram að vinna með þeim. Ég er mjög stoltur af þeim," segir Pellerin. Anton og Eygló fá bæði rólega viku eftir ævintýri helgarinnar.„Þau fá að taka því svolítið rólega í þessari viku því ég get ekki alltaf pressað á þau," segir Pellerin að lokum.
Innlendar Sund Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Sutton snýr aftur á Krókinn Sinner búinn að fyrirgefa sjúkraþjálfaranum sem setti hann í bann Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Sú næstelsta til þess að vinna alvöru leik Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Sjá meira