Tónlist

Geir vinsæll á netinu

Rúm ellefu þúsund manns hafa séð myndband Geirs Ólafssonar við lagið Við hoppum af nýrri barnaplötu hans, Amma er best.

Aðspurður segir Geir viðbrögðin meiri en hann bjóst við. „Yfirleitt gerir maður myndbönd svona til gamans. En það er bæði gaman að fólk hefur skoðanir á myndbandinu og líka laginu. Það er kominn 51 sem líkar þetta og 17 sem mislíkar, þannig að það er töluverður munur. Það er gaman líka að sjá „statusana" á Youtube því það er að fá áhorf annars staðar í heiminum líka," segir Geir og á við Bandaríkin.

„Það er dálítið skemmtilegt en við erum fyrst og fremst að hugsa um íslenska markaðinn og það sem við erum að gera hér."

Öll lögin á Amma er best eru eftir Guðmund Rúnar Lúðvíksson. Leikstjóri myndbandins var Friðrik Grétarsson og var það María Rut, ellefu ára dóttir hans, sem myndskreytti það.- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×