Tónlist

Órafmögnuð plata Hellvar

hellvar Hljómsveitin heldur tvenna tónleika á föstudagskvöld.
hellvar Hljómsveitin heldur tvenna tónleika á föstudagskvöld.
Hellvar heldur tvenna tónleika á Dillon á föstudagskvöld. Þeir fyrri verða órafmagnaðir en á þeim síðari verður stungið í samband og rokkað af krafti. Ástæða tónleikanna er ný plata með hljómsveitinni sem var tekin upp í síðasta mánuði. Hún heitir Noise That Stopped og hefur að geyma órafmagnaðar útgáfur af nýjustu plötu Hellvar, Stop That Noise.

„Við vorum búin að vera að spila tvær útgáfur af mörgum laga okkar í smá tíma og var bara farið að langa til að eiga upptökur af lágstemmdu, órafmögnuðu útgáfunum,“ segir söngkonan Heiða Eiríksdóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.