Baltasar þriðji í skíðakeppni í Frakklandi 16. desember 2011 11:30 Í góðum félagsskap Baltasar gerir sig kláran fyrir skíðakeppnina í frönsku Ölpunum, en hann hafnaði í þriðja sæti í stórsviginu, var aðeins sekúndubrotum frá fyrsta sætinu. mynd/pidz Baltasar Kormákur hafnaði í þriðja sæti í skíðakeppni kvikmyndaframleiðenda, leikstjóra og annarra kvikmyndamógúla sem haldin var í tengslum við Les Arcs-kvikmyndahátíðina, en Baltasar var þar að kynna kvikmynd sína, Djúpið. Leikstjórinn þykir liðtækur skíðakappi en mátti lúta í lægra haldi fyrir sér reyndari köppum, þeim Denis Antoine og Grégory Faes. „Ég var bara nokkrum sekúndubrotum frá fyrsta sætinu. Ég var á sömu sekúndunni,“ segir Baltasar í samtali við Fréttablaðið, en hann var þá nýkominn heim til Íslands. Hann segir keppnina hafa verið harða, en leikstjórinn náði tímanum 34,8 sekúndur í stórsvigi. „Stóru mistökin voru auðvitað að vera á svigskíðum en ekki stórsvigsskíðum, þau drógu úr hraðanum.“ Les Arcs í Savoie er eitt besta skíðasvæði Evrópu og þar renndu Baltasar og eiginkona hans, Lilja Pálmadóttir, sér niður snæviþaktar hlíðarnar milli þess sem leikstjórinn kynnti Djúpið. Allir þátttakendur í skíðakeppninni voru leystir út með gjöfum, fengu boli, húfur, vettlinga og flösku af einum þekktasta drykk héraðsins, Chartreuse. Baltasar á sér reyndar fortíð úr skíðaheiminum, hann æfði skíðaíþróttina af kappi með Breiðabliki þegar hann var yngri. „En svo lagði ég skíðin á hilluna og renndi mér ekki í fimmtán ár.“ Baltasar er nú á leiðinni til New York, þar sem hann mun taka þátt í viðtölum með Mark Wahlberg í kringum kynningar á kvikmyndinni Contraband, en hún verður frumsýnd eftir tæpan mánuð. - fgg Fréttir Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Baltasar Kormákur hafnaði í þriðja sæti í skíðakeppni kvikmyndaframleiðenda, leikstjóra og annarra kvikmyndamógúla sem haldin var í tengslum við Les Arcs-kvikmyndahátíðina, en Baltasar var þar að kynna kvikmynd sína, Djúpið. Leikstjórinn þykir liðtækur skíðakappi en mátti lúta í lægra haldi fyrir sér reyndari köppum, þeim Denis Antoine og Grégory Faes. „Ég var bara nokkrum sekúndubrotum frá fyrsta sætinu. Ég var á sömu sekúndunni,“ segir Baltasar í samtali við Fréttablaðið, en hann var þá nýkominn heim til Íslands. Hann segir keppnina hafa verið harða, en leikstjórinn náði tímanum 34,8 sekúndur í stórsvigi. „Stóru mistökin voru auðvitað að vera á svigskíðum en ekki stórsvigsskíðum, þau drógu úr hraðanum.“ Les Arcs í Savoie er eitt besta skíðasvæði Evrópu og þar renndu Baltasar og eiginkona hans, Lilja Pálmadóttir, sér niður snæviþaktar hlíðarnar milli þess sem leikstjórinn kynnti Djúpið. Allir þátttakendur í skíðakeppninni voru leystir út með gjöfum, fengu boli, húfur, vettlinga og flösku af einum þekktasta drykk héraðsins, Chartreuse. Baltasar á sér reyndar fortíð úr skíðaheiminum, hann æfði skíðaíþróttina af kappi með Breiðabliki þegar hann var yngri. „En svo lagði ég skíðin á hilluna og renndi mér ekki í fimmtán ár.“ Baltasar er nú á leiðinni til New York, þar sem hann mun taka þátt í viðtölum með Mark Wahlberg í kringum kynningar á kvikmyndinni Contraband, en hún verður frumsýnd eftir tæpan mánuð. - fgg
Fréttir Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira