Stílhreint, rökrétt, glæsilegt Jónas Sen skrifar 22. desember 2011 20:00 KO3CD28 eftir Kjartan Ólafsson. Tónlist. K03CD28. Verk eftir Kjartan Ólafsson. Kjartan ÓLafsson. Erkitónlist. Kjartan Ólafsson er prófessor í tónsmíðum við Listaháskóla Íslands. Eftir hann liggur fjöldi tónsmíða, sum elektrónísk, önnur ekki. Nú er kominn út þrefaldur geisladiskur með verkum hans sem spanna hátt í þrjátíu ár. Á einum diskinum eru kammerverk, á öðrum raftónsmíðar, á þeim þriðja leikhústónlist. Það er auðheyrt að Kjartan er flínkur. Kammerverkin hans eru mörg afbragðsgóð, fallega samansett og spennandi. Og rafverkin eru oft mögnuð. Ég man að ég heillaðist af Hljómkeldu, sem ég heyrði á tónleikum um miðjan níunda áratuginn, og aftur fyrst nú. Hún hefur elst vel. Verk Kjartans eru kannski ekki alltaf aðgengileg, og sjálfsagt finnst mörgum þau framúrstefnuleg. Auðvitað spilar smekkur þar líka inn í. En það er ekki hægt að neita því að tónlistin er glæsileg, framvindan er fókuseruð og oft óvænt, en rökrétt – svona eftir á að hyggja. Þetta er stílhrein músík, og skrifuð af fagmennsku. Leikhústónlist Kjartans er sérkapítuli út af fyrir sig. Ég verð að viðurkenna að ég fer lítið í leikhús, og margar þessara tónsmíða er ég að heyra í fyrsta sinn. Þær eru lagrænar og grípandi, og virka sjálfsagt fullkomlega í því umhverfi sem þær eru hugsaðar. Tónlistin við Pétur Pan er t.d. óborganleg! Í það heila er þetta metnaðarfullur þverskurður á verkum Kjartans. Niðurstaða: Glæsileg tónlist sem lætur vel í eyrum, þrátt fyrir framandi yfirbragð. Mest lesið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Lífið Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið Fleiri fréttir Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira
Tónlist. K03CD28. Verk eftir Kjartan Ólafsson. Kjartan ÓLafsson. Erkitónlist. Kjartan Ólafsson er prófessor í tónsmíðum við Listaháskóla Íslands. Eftir hann liggur fjöldi tónsmíða, sum elektrónísk, önnur ekki. Nú er kominn út þrefaldur geisladiskur með verkum hans sem spanna hátt í þrjátíu ár. Á einum diskinum eru kammerverk, á öðrum raftónsmíðar, á þeim þriðja leikhústónlist. Það er auðheyrt að Kjartan er flínkur. Kammerverkin hans eru mörg afbragðsgóð, fallega samansett og spennandi. Og rafverkin eru oft mögnuð. Ég man að ég heillaðist af Hljómkeldu, sem ég heyrði á tónleikum um miðjan níunda áratuginn, og aftur fyrst nú. Hún hefur elst vel. Verk Kjartans eru kannski ekki alltaf aðgengileg, og sjálfsagt finnst mörgum þau framúrstefnuleg. Auðvitað spilar smekkur þar líka inn í. En það er ekki hægt að neita því að tónlistin er glæsileg, framvindan er fókuseruð og oft óvænt, en rökrétt – svona eftir á að hyggja. Þetta er stílhrein músík, og skrifuð af fagmennsku. Leikhústónlist Kjartans er sérkapítuli út af fyrir sig. Ég verð að viðurkenna að ég fer lítið í leikhús, og margar þessara tónsmíða er ég að heyra í fyrsta sinn. Þær eru lagrænar og grípandi, og virka sjálfsagt fullkomlega í því umhverfi sem þær eru hugsaðar. Tónlistin við Pétur Pan er t.d. óborganleg! Í það heila er þetta metnaðarfullur þverskurður á verkum Kjartans. Niðurstaða: Glæsileg tónlist sem lætur vel í eyrum, þrátt fyrir framandi yfirbragð.
Mest lesið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Lífið Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið Fleiri fréttir Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira