Gagnrýni

Fínn frumburður

Freyr Bjarnason skrifar
Taktarnir eru ferskir og rímurnar flæða áreynslulaust áfram.
Taktarnir eru ferskir og rímurnar flæða áreynslulaust áfram.
Tónlist. Úlfur úlfur. Föstudagurinn langi.



Hljómsveitin Úlfur úlfur var stofnuð fyrr á árinu upp úr rústum Bróður Svartúlfs sem vann Músíktilraunir 2009.

Á Föstudeginum langa blanda strákarnir saman rappi, poppi og hugljúfu hipphoppi á áhugaverðan hátt. Taktarnir eru ferskir og rímurnar flæða áreynslulaust áfram þar sem skemmtanalífið og stelpur eru helsta yrkisefnið.

Rapparinn Emmsjé Gauti er gestur í fínu upphafslaginu Á meðan ég er ungur og Þórarinn Guðna úr Agent Fresco aðstoðar við Úrið mitt er stopp, þar sem seiðandi píanóstef blandast listilega saman við hipphoppið. Það er besta lag plötunnar ásamt titillaginu, þar sem textabrot úr Þú komst við hjartað í mér er föndrað fagmannlega inn í rímurnar.

Önnur eftirtektarverð lög eru Svörtu augun þín og Í nótt. Arnar Dan úr Agent Fresco syngur svo í ágætu lokalaginu Út, og gerir það vel.

Sem sagt: Fínn frumburður þar sem vandað er til verka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×