Suðurstrandarvegur ruddur tvisvar í viku 29. desember 2011 03:30 Suðurstrandarvegur Í desember þurftu björgunarsveitir að aðstoða fólk vegna snjóþyngsla á veginum, en ekki var reiknað með að ófærð yrði vandamál vegna legu vegarins.fréttablaðið/stefán Nýr Suðurstrandarvegur hefur í nokkur skipti verið ófær síðan hann var opnaður í haust. Að sögn Vegagerðarinnar er það að hluta til vegna þess að menn voru ekki undir það búnir að þörf væri á mikilli vetrarþjónustu. Vegurinn hefur ekki verið inni á vetrarþjónustuáætlun Vegagerðarinnar til þessa en nú hefur verið bætt þar úr. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir að Suðurstrandarvegur liggi mjög lágt yfir sjó og undanfarin ár hafi heyrt til undantekninga að moka þurfi slíka vegi. Yfirstjórn Vegagerðarinnar hefur nú tekið ákvörðun um að vegurinn skuli ruddur tvisvar í viku en Vegagerðin ber kostnaðinn við vetrarþjónustu af þessu tagi. Ákvörðunin tekur strax gildi en ákvörðun um hvaða daga vikunnar það verður gert bíður þess að samráði við sveitarfélögin ljúki. Hreinn bendir á að margir vegir um allt land hafi litla eða jafnvel enga vetrarþjónustu. „Það fer aðallega eftir því hversu umferðin er mikil og svo eftir umferðaröryggi hvernig þjónustunni er háttað. Umferðin á hinum nýja Suðurstrandavegi er ennþá mjög lítil, ef litið er til margra annarra vega á Suðurlandi og annars staðar á landinu, og þjónustan tekur og mun taka mið af því." Hreinn segir að vegurinn hafi verið hreinsaður af og til að undanförnu, sennilega að jafnaði tvisvar í viku. Hreinn segir jafnframt að niðurskurður í fjárveitingum til vetrarþjónustu, og annarrar þjónustu á vegum, hafi verið verulegur á undanförnum árum; 40 prósent þegar allt er talið. „Mikið hefur verið hagrætt og endurskipulagt, en auðvitað hlýtur þetta líka að koma niður á sjálfri þjónustunni úti á vegunum. Varðandi Suðurstrandarveg segir Hreinn að ekki sé víst að þar hefði verið ákveðinn meira en tveggja daga mokstur þótt ekki hefði komið til niðurskurðar. „Vegurinn er jú ekki síst til að þjónusta ferðamannaumferðinni sem er langmest utan vetrartímans og vetrarumferð sennilega lítil og aðrir vegir í boði eins og áður, þótt vegalengdir séu meiri," segir Hreinn. Suðurstrandarvegur er 58 kílómetra langur vegur á milli Þorlákshafnar og Grindavíkur, og var opnaður fyrir umferð 29. október. Það var tíu mánuðum fyrr en áætlað var en verktakar gátu klárað framkvæmdir fyrr vegna verkefnaskorts. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Sjá meira
Nýr Suðurstrandarvegur hefur í nokkur skipti verið ófær síðan hann var opnaður í haust. Að sögn Vegagerðarinnar er það að hluta til vegna þess að menn voru ekki undir það búnir að þörf væri á mikilli vetrarþjónustu. Vegurinn hefur ekki verið inni á vetrarþjónustuáætlun Vegagerðarinnar til þessa en nú hefur verið bætt þar úr. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir að Suðurstrandarvegur liggi mjög lágt yfir sjó og undanfarin ár hafi heyrt til undantekninga að moka þurfi slíka vegi. Yfirstjórn Vegagerðarinnar hefur nú tekið ákvörðun um að vegurinn skuli ruddur tvisvar í viku en Vegagerðin ber kostnaðinn við vetrarþjónustu af þessu tagi. Ákvörðunin tekur strax gildi en ákvörðun um hvaða daga vikunnar það verður gert bíður þess að samráði við sveitarfélögin ljúki. Hreinn bendir á að margir vegir um allt land hafi litla eða jafnvel enga vetrarþjónustu. „Það fer aðallega eftir því hversu umferðin er mikil og svo eftir umferðaröryggi hvernig þjónustunni er háttað. Umferðin á hinum nýja Suðurstrandavegi er ennþá mjög lítil, ef litið er til margra annarra vega á Suðurlandi og annars staðar á landinu, og þjónustan tekur og mun taka mið af því." Hreinn segir að vegurinn hafi verið hreinsaður af og til að undanförnu, sennilega að jafnaði tvisvar í viku. Hreinn segir jafnframt að niðurskurður í fjárveitingum til vetrarþjónustu, og annarrar þjónustu á vegum, hafi verið verulegur á undanförnum árum; 40 prósent þegar allt er talið. „Mikið hefur verið hagrætt og endurskipulagt, en auðvitað hlýtur þetta líka að koma niður á sjálfri þjónustunni úti á vegunum. Varðandi Suðurstrandarveg segir Hreinn að ekki sé víst að þar hefði verið ákveðinn meira en tveggja daga mokstur þótt ekki hefði komið til niðurskurðar. „Vegurinn er jú ekki síst til að þjónusta ferðamannaumferðinni sem er langmest utan vetrartímans og vetrarumferð sennilega lítil og aðrir vegir í boði eins og áður, þótt vegalengdir séu meiri," segir Hreinn. Suðurstrandarvegur er 58 kílómetra langur vegur á milli Þorlákshafnar og Grindavíkur, og var opnaður fyrir umferð 29. október. Það var tíu mánuðum fyrr en áætlað var en verktakar gátu klárað framkvæmdir fyrr vegna verkefnaskorts. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent