Sérstaða NBA-deildarinnar 29. desember 2011 06:00 jordan Ólíkt mörgum af stærstu deildarkeppnum heimsins í knattspyrnunni eru peningarnir í NBA-deildinni ekki mestir í viðskiptum með leikmenn. Reglur deildarinnar gera ráð fyrir að leikmenn gangi ekki kaupum og sölum fyrir hærri fjárhæðir en 1 milljón dollara, eða sem nemur 115 milljónum króna. Algengast er því að leikmenn fari á milli liða í skiptum fyrir aðra leikmenn. Deildarkeppnin er löng og ströng. Hvert lið spilar yfir 80 leiki á tímabili, og um 100 leiki fari það alla leið í úrslit. Óheimilt er að reka félög með botnlausu tapi, ólíkt því sem þekkist t.d. í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Manchester City setti á dögunum met í taprekstri þegar tilkynnt var um yfir 190 milljóna punda tap félagsins í fyrra. Þar vega kaup á leikmönnum langsamlega þyngst. Til þess að sporna gegn þessu samþykkja öll félögin að hafa eftirlit með rekstri hjá hverju öðru. Þetta er m.a. útfært með sérstöku ráði innan NBA sem hefur það verkefni eitt að hafa eftirlit með rekstri félaganna. Brjóti þau gegn reglunum hefur deildin heimild til þess að hindra þátttöku þeirra í keppni deildarinnar. Helsti drifkraftur deildarinnar hefur ávallt verið öflugt markaðsstarf. Það er að hluta borið uppi af NBA-deildinni sjálfri og síðan af félögunum. Þau vinna saman að dreifingu á vörum inn á markaði um allan heiminn, til þess að auka hagkvæmni og halda í gildin um að orðspor NBA gangi framar orðspori félaga eða einstakra leikmanna. Ekki er langt síðan það náðist samkomulag um að taka leikmenn í lyfjapróf. David Stern náði því í gegn eftir mikla baráttu. Prófin eru þó ófullkomin enn sem komið er, og fara ekki fram með sama hætti og í mörgum öðrum íþróttagreinum. Sérstaklega er prófað fyrir fíkninefnanotkun, en síðan eru leikmenn teknir í skipulagðar prófanir á fyrirframákveðnum tímasetningum. Þetta hefur verið gagnrýnt nokkuð, þar sem leikmenn geta einfaldlega passað upp á að ná prófunum þegar þau eru tekin. En verið síðan á sterum þess á milli. Fréttir Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Ólíkt mörgum af stærstu deildarkeppnum heimsins í knattspyrnunni eru peningarnir í NBA-deildinni ekki mestir í viðskiptum með leikmenn. Reglur deildarinnar gera ráð fyrir að leikmenn gangi ekki kaupum og sölum fyrir hærri fjárhæðir en 1 milljón dollara, eða sem nemur 115 milljónum króna. Algengast er því að leikmenn fari á milli liða í skiptum fyrir aðra leikmenn. Deildarkeppnin er löng og ströng. Hvert lið spilar yfir 80 leiki á tímabili, og um 100 leiki fari það alla leið í úrslit. Óheimilt er að reka félög með botnlausu tapi, ólíkt því sem þekkist t.d. í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Manchester City setti á dögunum met í taprekstri þegar tilkynnt var um yfir 190 milljóna punda tap félagsins í fyrra. Þar vega kaup á leikmönnum langsamlega þyngst. Til þess að sporna gegn þessu samþykkja öll félögin að hafa eftirlit með rekstri hjá hverju öðru. Þetta er m.a. útfært með sérstöku ráði innan NBA sem hefur það verkefni eitt að hafa eftirlit með rekstri félaganna. Brjóti þau gegn reglunum hefur deildin heimild til þess að hindra þátttöku þeirra í keppni deildarinnar. Helsti drifkraftur deildarinnar hefur ávallt verið öflugt markaðsstarf. Það er að hluta borið uppi af NBA-deildinni sjálfri og síðan af félögunum. Þau vinna saman að dreifingu á vörum inn á markaði um allan heiminn, til þess að auka hagkvæmni og halda í gildin um að orðspor NBA gangi framar orðspori félaga eða einstakra leikmanna. Ekki er langt síðan það náðist samkomulag um að taka leikmenn í lyfjapróf. David Stern náði því í gegn eftir mikla baráttu. Prófin eru þó ófullkomin enn sem komið er, og fara ekki fram með sama hætti og í mörgum öðrum íþróttagreinum. Sérstaklega er prófað fyrir fíkninefnanotkun, en síðan eru leikmenn teknir í skipulagðar prófanir á fyrirframákveðnum tímasetningum. Þetta hefur verið gagnrýnt nokkuð, þar sem leikmenn geta einfaldlega passað upp á að ná prófunum þegar þau eru tekin. En verið síðan á sterum þess á milli.
Fréttir Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira