Körfubolti

NBA: San Antonio vann stórleikinn

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Spursarar voru í stuði í nótt.
Spursarar voru í stuði í nótt. AP
San Antonio Spurs vann tólf stiga sigur á nágrönnum sínum í Dallas Mavericks í NBA-deildinni í nótt. Þetta var fimmti sigur Spurs í röð.

San Antonio var yfir allan leikinn og virtist ætla að valta yfir Dallas. Það var 57-42 yfir í hálfleik og 85-61 eftir þriðja leikhluta.

Leiknum var þar með nánast lokið en San Antonio slappaði af í síðasta leikhlutanum og skoraði aðeins sextán stig gegn 28 stigum Dallas. Lokatölur 101-89.

Shawn Marion var stigahæstur hjá Dallas með 14 stig en Jose Barea og Dominique Jones skoruðu báðir 13. Jason Kidd skoraði aðeins sjö stig og gaf aðeins þrjá stoðsendingar.

Hjá Spurs var Tony Parker með 18 stig líkt og Dejuan Blair sem tók einnig 13 fráköst. Tim Duncan skoraði 16 stig og tók 12 fráköst.

Þá vann Los Angeles Lakers sjöunda leikinn sinn í röð, nú gegn New Jersey. Kobe Bryant skoraði 27 stig fyrir Lakers.

Aðrir leikir í gær:

Chicago Bulls 99-86 Indiana Pacers

Milwaukee Bucks 94-95 Philadelphia 76´rs

Detroit Pistons 101-95 Toronto Raptors

Charlotte Bobcats 94-99 Boston Celtics

Sacramento Kings 93-83 New York Knicks

New Orleans Hornets 99-105 Houston Rockets

Cleveland Cavaliers 99-121 Utah Jazz

Portland Trailblazers 111-115 Phoenix Suns

Los Angeles Clippers 112-122 Golde State Warriors

New Jersey Nets 88-100 Los Angeles Lakers

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×