Körfubolti

Þríeykið hjá Lakers hrökk í gang gegn Houston

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Derek Fisher og Kobe Bryant fagna hér gegn Houston.
Derek Fisher og Kobe Bryant fagna hér gegn Houston. AP

Meistaralið LA Lakers batt enda á tveggja leikja taphrinu í NBA deildinni í gær með því að vinna Houston á heimavelli 114-106 í framlengdum leik. Lamar Odom fór á kostum í liði Lakers með 20 stig og 20 fráköst. Kobe Bryant var stigahæstur í liði Lakers með 32 stig og 11 fráköst. Pau Gasol skoraði 26 stig og tók 16 fráköst.

Lakers, sem hefur unnið 34 leiki og tapað 15, mætir San Antonio á fimmtudaginn en San Antonio er með besta árangurinn í deildinni, 40 sigra og 8 tapleiki.

The Boston Celtics náði að vinna upp gott forskot heimamanna á lokasprettinum í Sacramento í 95-90 sigri Boston. Rajon Rondo skoraði 17 stig og gaf 10 stoðsendingar. Ray Allen var stigahæstur í liði Boston með 22 stig.

Portland sýndi styrk sinn með því að vinna San Antonio Spurs 99-86 á heimavelli. LaMarcus Aldridge skoraði 40 stig fyrir Portland sem er persónulegt met og hann tók einnig 11 fráköst. Vörn Portland var góð og þrjár helstu stjörnur Spurs,Manu Ginobili, Tony Parker og Tim Duncan, náðu aðeins að skora 38 stig samtals en liðið er með besta árangurinn í deildinni þrátt fyrir tapið. 40 sigrar og 8 töp.

Taphrina Washington á útivelli heldur áfram en liðið hefur tapað öllum 25 leikjum sínum á útivelli en í gær hafði New Orleans betur gegn Washington 97-89. Nick Young skoraði 30 stig fyrir gestina.

Úrslit frá því í gær:

LA Lakers - Houston 114-106

Sacramento - Boston 90-95

Portland - San Antonio 99-86

New Orleans - Washington 97-89



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×