Alexander Petersson kjörinn íþróttamaður ársins Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. janúar 2011 19:16 Alexander Petersson. Handknattleiksmaðurinn Alexander Petersson var í kvöld kjörinn íþróttamaður ársins 2010. Kjörið er sögulegt að því leyti að Alexander er fyrsti maðurinn af erlendu bergi brotinn til þess að hljóta nafnbótina. Hann er fæddur í Lettlandi árið 1980 en hefur verið íslenskur ríkisborgari síðan 2004. Þetta er í 55. sinn sem kosið er um íþróttamann ársins en það eru samtök íþróttafréttamanna sem standa að kjörinu. Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson varð annar í kjörinu og fimleikakonan Íris Mist Magnúsdóttir varð þriðja en það er besti árangur fimleikakonu frá upphafi í kjörinu. Handboltamenn eru áberandi á topp tíu listanum að þessu sinni enda stóð landsliðið sig frábærlega á EM í Austurríki og margir lykilmanna liðsins einnig að gera góða hluti í Evrópuboltanum. Alexander er sjötti handboltamaðurinn á níu árum sem kjörinn er íþróttamaður ársins. Járnmaðurinn Alexander hefur unnið hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar á undanförnum árum með óeigingjörnum og baráttuglöðum leik sínum. Hann er algjör lykilmaður í landsliðinu og stóð sig líkt og vanalega frábærlega á EM. Hann fékk fá tækifæri framan af ári hjá Flensburg en átti nær undantekningalaust góðan leik er hann fékk tækifæri. Hann söðlaði síðan um í sumar og gekk í raðir Fuchse Berlin sem Dagur Sigurðsson þjálfar. Berlinarliðið hefur slegið í gegn í þýsku úrvalsdeildinni í vetur og komið öllum handboltaspekingum á óvart. Þar hefur Alexander farið mikinn og sýnt svo ekki verður um villst að hann er á meðal þeirra bestu. Alexander er þess utan frábær fyrirmynd. Auðmjúkur í framkomu, harðduglegur atvinnumaður sem lætur verkin tala og hlífir sér hvergi fyrir félaga sína. Innlendar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Handknattleiksmaðurinn Alexander Petersson var í kvöld kjörinn íþróttamaður ársins 2010. Kjörið er sögulegt að því leyti að Alexander er fyrsti maðurinn af erlendu bergi brotinn til þess að hljóta nafnbótina. Hann er fæddur í Lettlandi árið 1980 en hefur verið íslenskur ríkisborgari síðan 2004. Þetta er í 55. sinn sem kosið er um íþróttamann ársins en það eru samtök íþróttafréttamanna sem standa að kjörinu. Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson varð annar í kjörinu og fimleikakonan Íris Mist Magnúsdóttir varð þriðja en það er besti árangur fimleikakonu frá upphafi í kjörinu. Handboltamenn eru áberandi á topp tíu listanum að þessu sinni enda stóð landsliðið sig frábærlega á EM í Austurríki og margir lykilmanna liðsins einnig að gera góða hluti í Evrópuboltanum. Alexander er sjötti handboltamaðurinn á níu árum sem kjörinn er íþróttamaður ársins. Járnmaðurinn Alexander hefur unnið hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar á undanförnum árum með óeigingjörnum og baráttuglöðum leik sínum. Hann er algjör lykilmaður í landsliðinu og stóð sig líkt og vanalega frábærlega á EM. Hann fékk fá tækifæri framan af ári hjá Flensburg en átti nær undantekningalaust góðan leik er hann fékk tækifæri. Hann söðlaði síðan um í sumar og gekk í raðir Fuchse Berlin sem Dagur Sigurðsson þjálfar. Berlinarliðið hefur slegið í gegn í þýsku úrvalsdeildinni í vetur og komið öllum handboltaspekingum á óvart. Þar hefur Alexander farið mikinn og sýnt svo ekki verður um villst að hann er á meðal þeirra bestu. Alexander er þess utan frábær fyrirmynd. Auðmjúkur í framkomu, harðduglegur atvinnumaður sem lætur verkin tala og hlífir sér hvergi fyrir félaga sína.
Innlendar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira