Umfjöllun: Góður sigur Norðlendinga Hjalti Þór Hreinsson í Höllinni á Akureyri skrifar 3. febrúar 2011 19:42 Akureyringar eru enn á toppi deildarinnar. Fréttablaðið Akureyri vann góðan tveggja marka sigur á Val í N1-deild karla í kvöld, lokatölur voru 28-26. Akureyri var frábært í fyrri hálfleik en skoraði aðeins ellefu mörk í þeim síðari. Geir Guðmundsson var ekki með Akureyri vegna meiðsla, og verður hann líklega frá út tímabilið. Valdimar Fannar Þórsson lék ekki með Val en hann var í banni. Valsmenn skoruðu fyrsta mark leiksins en annars var sókn liðsins léleg í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 17-10. Vörn Akureyrar var frábær og hikandi Valsmenn áttu í stakasti vandræðum með að finna nokkrar glufur á henni. Fyrir aftan var Sveinbjörn Pétursson, sem spilaði í stuttbuxum í kvöld, vel á verði en hann hafði reyndar óvenju lítið að gera. Valsmenn skutu alls 27 sinnum á markið í fyrri hálfleik en hittu aðeins 17 sinnum á rammann. Tíu skot fóru í vörnina eða framhjá. Fremstir í flokki þar voru Anton Rúnarsson og Alex Jedic en sá síðarnefndi skoraði eina mark tvímenninganna fyrir utan í fyrri hálfleik en samtals áttu þeir tólf skot að marki. Á meðan skaut Akureyri 26 sinnum að marki og skoraði 17 mörk. Með frábærri vörn fengu Akureyringar mörg hröð upphlaup og þeir skoruðu alls níu af sautján mörkum úr hröðum upphlaupum, úr fyrstu eða annarri bylgju. Hlynur Morthens fann sig ekkert sérstaklega í markinu, hann varði sex skot í fyrri hálfleik. Akureyri leiddi því 17-10 í hálfleik og hafði þá keyrt algjörlega yfir Valsmenn. Eftir sex mínútur hafði Valur minnkað muninn í fjögur mörk, 18-14 og eftir níu í þrjú mörk. Munaði þar mikið um Hlyn Morthens sem varði jafn mikið á fyrstu tíu mínútunum og allan fyrri hálfleikinn, sex skot. Þegar 10 mínútur voru eftir leiddi Akureyri 22-18. Hlynur kom Val aftur inn í leikinn með góðri markvörslu og hélt þeim algjörlega á floti. Sveinbjörn varði líka vel í stuttbuxunum. Valsmenn minnkuðu muninn í 24-22 fimm mínútum fyrir leikslok en Akureyri svaraði strax. Ernir Hrafn var allt í öllu í sóknarleik Vals síðustu mínúturnar og virtist sá eini sem tók almennilega af skarið. Rúmum tveimur mínútum fyrir leiksklok missti Akureyri boltann klaufalega, og Valur fór í sókn. Liðið fékk strax á sig skref, Akureyri fór í hraðaupphlaup en fékk dæmdan á sig ruðning. 90 sekúndum fyrir leikslok skaut Ernir svo yfir og staðan 26-24. Hlynur varði frá Bjarna en Akureyri náði ómetanlegu frákasti og Oddur skoraði. Þar með var björninn unninn. Lokatölur voru 28-26 fyrir Akureyri.Akureyri –Valur 28-26 (17-10)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 6 (10), Bjarni Fritzson 6/2 (11), Heimir Örn Árnason 5 (11), Hörður Fannar Sigþórsson 4 (5), Daníel Einarsson 4 (8), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (8). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 18 (42) 43%, Stefán U. Guðnason 0 (2/2) 0%.Hraðaupphlaup: 12 (Heimir 3, Bjarni 3, Hörður 2, Oddur 2, Guðmundur, Daníel).Fiskuð víti: 1 (Bjarni)Utan vallar: 4 mínútur.Mörk Vals (skot): Ernir Hrafn Arnarsson 9/3 (16), Orri Freyr Gíslason 5 (6), Sturla Ásgeirsson 4/1 (6), Heiðar Þór Aðalsteinsson 4 (5), Einar Örn Guðmundsson 1 (2), Jón Björgvin Pétursson 1 (3), Alex Jedic 1 (7), Anton Rúnarsson 0 (8). Varin skot: Hlynur Morthens 16 (44) 36%,Hraðaupphlaup: 8 (Orri 3, Heiðar 3, Einar, Ernir).Fiskuð víti: 5 (Jón 2, Anton, Ernir, Orri)Utan vallar: 4 mínútur.Dómarar: Kári Garðarsson og Magnús Kári Jónsson. Mjög góðir. Olís-deild karla Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Sjá meira
Akureyri vann góðan tveggja marka sigur á Val í N1-deild karla í kvöld, lokatölur voru 28-26. Akureyri var frábært í fyrri hálfleik en skoraði aðeins ellefu mörk í þeim síðari. Geir Guðmundsson var ekki með Akureyri vegna meiðsla, og verður hann líklega frá út tímabilið. Valdimar Fannar Þórsson lék ekki með Val en hann var í banni. Valsmenn skoruðu fyrsta mark leiksins en annars var sókn liðsins léleg í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 17-10. Vörn Akureyrar var frábær og hikandi Valsmenn áttu í stakasti vandræðum með að finna nokkrar glufur á henni. Fyrir aftan var Sveinbjörn Pétursson, sem spilaði í stuttbuxum í kvöld, vel á verði en hann hafði reyndar óvenju lítið að gera. Valsmenn skutu alls 27 sinnum á markið í fyrri hálfleik en hittu aðeins 17 sinnum á rammann. Tíu skot fóru í vörnina eða framhjá. Fremstir í flokki þar voru Anton Rúnarsson og Alex Jedic en sá síðarnefndi skoraði eina mark tvímenninganna fyrir utan í fyrri hálfleik en samtals áttu þeir tólf skot að marki. Á meðan skaut Akureyri 26 sinnum að marki og skoraði 17 mörk. Með frábærri vörn fengu Akureyringar mörg hröð upphlaup og þeir skoruðu alls níu af sautján mörkum úr hröðum upphlaupum, úr fyrstu eða annarri bylgju. Hlynur Morthens fann sig ekkert sérstaklega í markinu, hann varði sex skot í fyrri hálfleik. Akureyri leiddi því 17-10 í hálfleik og hafði þá keyrt algjörlega yfir Valsmenn. Eftir sex mínútur hafði Valur minnkað muninn í fjögur mörk, 18-14 og eftir níu í þrjú mörk. Munaði þar mikið um Hlyn Morthens sem varði jafn mikið á fyrstu tíu mínútunum og allan fyrri hálfleikinn, sex skot. Þegar 10 mínútur voru eftir leiddi Akureyri 22-18. Hlynur kom Val aftur inn í leikinn með góðri markvörslu og hélt þeim algjörlega á floti. Sveinbjörn varði líka vel í stuttbuxunum. Valsmenn minnkuðu muninn í 24-22 fimm mínútum fyrir leikslok en Akureyri svaraði strax. Ernir Hrafn var allt í öllu í sóknarleik Vals síðustu mínúturnar og virtist sá eini sem tók almennilega af skarið. Rúmum tveimur mínútum fyrir leiksklok missti Akureyri boltann klaufalega, og Valur fór í sókn. Liðið fékk strax á sig skref, Akureyri fór í hraðaupphlaup en fékk dæmdan á sig ruðning. 90 sekúndum fyrir leikslok skaut Ernir svo yfir og staðan 26-24. Hlynur varði frá Bjarna en Akureyri náði ómetanlegu frákasti og Oddur skoraði. Þar með var björninn unninn. Lokatölur voru 28-26 fyrir Akureyri.Akureyri –Valur 28-26 (17-10)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 6 (10), Bjarni Fritzson 6/2 (11), Heimir Örn Árnason 5 (11), Hörður Fannar Sigþórsson 4 (5), Daníel Einarsson 4 (8), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (8). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 18 (42) 43%, Stefán U. Guðnason 0 (2/2) 0%.Hraðaupphlaup: 12 (Heimir 3, Bjarni 3, Hörður 2, Oddur 2, Guðmundur, Daníel).Fiskuð víti: 1 (Bjarni)Utan vallar: 4 mínútur.Mörk Vals (skot): Ernir Hrafn Arnarsson 9/3 (16), Orri Freyr Gíslason 5 (6), Sturla Ásgeirsson 4/1 (6), Heiðar Þór Aðalsteinsson 4 (5), Einar Örn Guðmundsson 1 (2), Jón Björgvin Pétursson 1 (3), Alex Jedic 1 (7), Anton Rúnarsson 0 (8). Varin skot: Hlynur Morthens 16 (44) 36%,Hraðaupphlaup: 8 (Orri 3, Heiðar 3, Einar, Ernir).Fiskuð víti: 5 (Jón 2, Anton, Ernir, Orri)Utan vallar: 4 mínútur.Dómarar: Kári Garðarsson og Magnús Kári Jónsson. Mjög góðir.
Olís-deild karla Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Sjá meira