Frelsari fæddur? Trausti Júlíusson skrifar 21. janúar 2011 00:01 Óskabarn þjóðarinnar með Ramses. Tónlist Óskabarn þjóðarinnar Ramses Ramses er listamannsnafn Guðjóns Arnar Ingólfssonar, rappara úr Kópavoginum. Óskabarn þjóðarinnar er hans fyrsta plata í fullri lengd, en hann hefur verið að rappa síðan 1997 og sendi frá sér EP-plötuna Fátækari en þú árið 2003. Auk þess að kenna sig við egypska faraóa gengur Guðjón undir nafninu Hr. Skítsama. Óskabarn þjóðarinnar er að mörgu leyti flott plata. Taktarnir grúva vel og Ramses hefur fínt flæði. Hann á líka góða spretti í textunum. Það eru tvö þemu sem ganga í gegnum plötuna. Annars vegar rappar Ramses um það hvað hann er sjálfur frábær og hins vegar um stelpurnar sem hann hefur verið með eða ætlar að vera með. Nema hvort tveggja sé. Þetta sjálfshól er auðvitað ekkert nýtt í rappheiminum og hjá Ramsesi er það algjörlega yfirkeyrt og oft bráðskemmtilegt. Ramses er ekki bara „kaldari en Svalbarði“ og „undrabarn“ heldur líka „frelsari fæddur“ og „framtíðin eins og Gylfi Þór Sigurðsson“. Myndin sem Ramses dregur upp af kvenkyninu er að sama skapi einföld og orðbragðið sem hann notar oft það gróft að það hæfir ekki dagblaði eins og Fréttablaðinu. En þó að hann sé ekki að flækja málin mikið hvað efnisinnihald textanna varðar kemst hann oft vel að orði og samlíkingarnar sem hann notar eru margar frábærar. Hann er líka skemmtilega uppfærður. Ólafur Skúlason, John Terry og Guðmundur í Byrginu koma allir við sögu… Ánægjuleg undantekning er lagið Manstu gamla daga þar sem Ramses rifjar upp horfinn tíma. Gott lag. Í laginu Leikmanna líf vitnar Ramses í Gin & Juice sem á vel við því það er einhver partístemning yfir þessari plötu sem minnir á vesturstrandarrappið á blómaskeiðinu. Á heildina litið fín plata. Góð innkoma hjá Ramsesi. Niðurstaða: Rapparinn Ramses, „Strákurinn úr hverfinu“, með fína frumsmíð. Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist Óskabarn þjóðarinnar Ramses Ramses er listamannsnafn Guðjóns Arnar Ingólfssonar, rappara úr Kópavoginum. Óskabarn þjóðarinnar er hans fyrsta plata í fullri lengd, en hann hefur verið að rappa síðan 1997 og sendi frá sér EP-plötuna Fátækari en þú árið 2003. Auk þess að kenna sig við egypska faraóa gengur Guðjón undir nafninu Hr. Skítsama. Óskabarn þjóðarinnar er að mörgu leyti flott plata. Taktarnir grúva vel og Ramses hefur fínt flæði. Hann á líka góða spretti í textunum. Það eru tvö þemu sem ganga í gegnum plötuna. Annars vegar rappar Ramses um það hvað hann er sjálfur frábær og hins vegar um stelpurnar sem hann hefur verið með eða ætlar að vera með. Nema hvort tveggja sé. Þetta sjálfshól er auðvitað ekkert nýtt í rappheiminum og hjá Ramsesi er það algjörlega yfirkeyrt og oft bráðskemmtilegt. Ramses er ekki bara „kaldari en Svalbarði“ og „undrabarn“ heldur líka „frelsari fæddur“ og „framtíðin eins og Gylfi Þór Sigurðsson“. Myndin sem Ramses dregur upp af kvenkyninu er að sama skapi einföld og orðbragðið sem hann notar oft það gróft að það hæfir ekki dagblaði eins og Fréttablaðinu. En þó að hann sé ekki að flækja málin mikið hvað efnisinnihald textanna varðar kemst hann oft vel að orði og samlíkingarnar sem hann notar eru margar frábærar. Hann er líka skemmtilega uppfærður. Ólafur Skúlason, John Terry og Guðmundur í Byrginu koma allir við sögu… Ánægjuleg undantekning er lagið Manstu gamla daga þar sem Ramses rifjar upp horfinn tíma. Gott lag. Í laginu Leikmanna líf vitnar Ramses í Gin & Juice sem á vel við því það er einhver partístemning yfir þessari plötu sem minnir á vesturstrandarrappið á blómaskeiðinu. Á heildina litið fín plata. Góð innkoma hjá Ramsesi. Niðurstaða: Rapparinn Ramses, „Strákurinn úr hverfinu“, með fína frumsmíð.
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira