Helicopter: Föt með notagildi 23. janúar 2011 06:00 Helga Lilja hannar undir heitinu Helicopter. Fréttablaðið/Valli Hönnuðurinn Helga Lilja Magnúsdóttir hefur hannað undir heitinu Helicopter í nokkur ár en ný fatalína frá henni hefur slegið rækilega í gegn. Helga Lilja starfaði um hríð sem aðstoðarhönnuður hjá tískufyrirtækinu Nikita en ákvað nýverið að einbeita sér alfarið að eigin hönnun. „Ég byrjaði með Helicopter eftir að ég útskrifaðist úr Listaháskólanum árið 2006. Fyrir algjöra tilviljun hafði mér áskotnast hitapressa sem notuð er til að prenta mynstur á föt og það varð eiginlega kveikjan að þessu öllu saman. Ég tók mér svo pásu frá Helicopter á meðan ég vann hjá Nikita en nýverið fór sköpunarþörfin að segja aftur til sín," útskýrir Helga Lilja og bætir við að sig hafi langað að prófa að hanna aftur undir eigin nafni og sjá hvernig viðtökurnar yrðu. Helicopter Hönnun Helgu Lilju er falleg og þægileg. Að sögn Helgu Lilju mun nýja línan flokkast undir það sem á ensku er kallað „high street". „Það er hægt að klæðast flestum flíkunum í línunni bæði hversdags og við fínni tækifæri þannig að þær hafa mikið notagildi," útskýrir hún. Helga Lilja vinnur nú hörðum höndum að nýrri sumarlínu auk nýrrar haust- og vetrarlínu sem frumsýnd verður á tískuvikunni í London um miðjan febrúar. Innt eftir því hvort hún sé ánægð með viðtökurnar sem Helicopter hefur fengið svarar Helga Lilja játandi. „Já, það er nóg að gera og spennandi tímar fram undan. Mér fannst um að gera að henda mér bara á fullt í þetta og sjá hvað gerðist og ég sé ekki eftir því," segir hún að lokum glöð í bragði. Hægt er að nálgast vörurnar frá Helicopter í versluninni Forynju við Laugaveg 12b og einnig á Facebook-síðu merkisins.- sm Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Hönnuðurinn Helga Lilja Magnúsdóttir hefur hannað undir heitinu Helicopter í nokkur ár en ný fatalína frá henni hefur slegið rækilega í gegn. Helga Lilja starfaði um hríð sem aðstoðarhönnuður hjá tískufyrirtækinu Nikita en ákvað nýverið að einbeita sér alfarið að eigin hönnun. „Ég byrjaði með Helicopter eftir að ég útskrifaðist úr Listaháskólanum árið 2006. Fyrir algjöra tilviljun hafði mér áskotnast hitapressa sem notuð er til að prenta mynstur á föt og það varð eiginlega kveikjan að þessu öllu saman. Ég tók mér svo pásu frá Helicopter á meðan ég vann hjá Nikita en nýverið fór sköpunarþörfin að segja aftur til sín," útskýrir Helga Lilja og bætir við að sig hafi langað að prófa að hanna aftur undir eigin nafni og sjá hvernig viðtökurnar yrðu. Helicopter Hönnun Helgu Lilju er falleg og þægileg. Að sögn Helgu Lilju mun nýja línan flokkast undir það sem á ensku er kallað „high street". „Það er hægt að klæðast flestum flíkunum í línunni bæði hversdags og við fínni tækifæri þannig að þær hafa mikið notagildi," útskýrir hún. Helga Lilja vinnur nú hörðum höndum að nýrri sumarlínu auk nýrrar haust- og vetrarlínu sem frumsýnd verður á tískuvikunni í London um miðjan febrúar. Innt eftir því hvort hún sé ánægð með viðtökurnar sem Helicopter hefur fengið svarar Helga Lilja játandi. „Já, það er nóg að gera og spennandi tímar fram undan. Mér fannst um að gera að henda mér bara á fullt í þetta og sjá hvað gerðist og ég sé ekki eftir því," segir hún að lokum glöð í bragði. Hægt er að nálgast vörurnar frá Helicopter í versluninni Forynju við Laugaveg 12b og einnig á Facebook-síðu merkisins.- sm
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira