Griffin fyrsti nýliðinn í Stjörnuleiknum í 8 ár - fjórir Boston-menn valdir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2011 19:00 Blake Griffin. Mynd/AP Blake Griffin, nýliði Los Angeles Clippers, var valinn í Stjörnuleikinn í NBA-deildinni í gær líkt og Kevin Garnett, leikmaður Boston, sem um leið jafnaði met þeirra Jerry West, Shaquille O'Neal og Karl Malone með því að vera valinn í leikinn 14. árið í röð. Þjálfarar Austur- og Vesturdeildanna kusu um hvaða leikmenn fylla upp leikmannahópa Stjörnuliðanna en byrjunarlið Stjörnuliðanna voru valin af áhugafólki um NBA-deildina. Blake Griffin varð fyrsti nýliðinn til að vera valinn í Stjörnuleikinn síðan að Kínverjinn Yao Ming var kosinn í Stjörnuleikinn árið 2003. Stjörnuleikurinn verður spilaður á heimavelli Giffin, Staples Center í Los Angeles Lakers, og fer fram 20. febrúar næstkomandi. Fjórir leikmenn Boston Celtics komust í lið Austurdeildarinnar en auk Garnett eru þeir Rajon Rondo, Paul Pierce og Ray Allen í liðinu. Þeir jöfnuðu þar met met fjögurra leikmanna Detroit Pistons frá 2006 sem er eina liðið sem hefur einnig átt fjóra varamenn í Stjörnuleiknum. Chauncey Billups, Richard Hamilton, Ben Wallace og Rasheed Wallace voru valdir í stjörnuliðið fyrir fimm árum. Boston og Detroit eru þó ekki einu liðin til að eiga fjóra stjörnuleikmenn en það áttu einnig lið Boston Celtics (1953, 1962 og 1975), Los Angeles Lakers Lakers (1962 og 1998) og Philadelphia 76ers (1983). Tim Duncan hjá San Antonio Spurs var valinn í Stjörnuliðið í þrettánda sinn og Chris Bosh, félagi þeirra LeBron James og Dwyane Wade hjá Miami, var einnig valinn í liðið. Það var örugglega mun erfiðara að velja varamennina vestan megin því sterkir leikmenn eins og Tony Parker, Kevin Love, LaMarcus Aldridge, Zach Randolph og Lamar Odom sitja eftir með sárt ennið að þessu sinni. Stjörnulið NBA-deildarinnar 2011Ray Allen, Paul Pierce og Kevin Garnett voru allir valdir í Stjörnuleikinn.Mynd/APLið Austurdeildarinnar:Byrjunarlið: Derrick Rose, Chicago Bulls Dwyane Wade, Miami Heat LeBron James, Miami Heat Amar'e Stoudemire, New York Knicks Dwight Howard, Orlando MagicVaramenn: Ray Allen, Boston Celtics Chris Bosh, Miami Heat Kevin Garnett, Boston Celtics Al Horford, Atlanta Hawks Joe Johnson, Atlanta Hawks Paul Pierce, Boston Celtics Rajon Rondo, Boston CelticsÞjálfari: Doc Rivers (Boston Celtics) Lið Vesturdeildarinnar:Byrjunarlið: Chris Paul, New Orleans Hornets Kobe Bryant, Los Angeles Lakers Kevin Durant, Oklahoma City Thunder Carmelo Anthony, Denver Nuggets Yao Ming, Houston Rockets (meiddur)Varamenn: Tim Duncan, San Antonio Spurs Pau Gasol, Los Angeles Lakers Manu Ginóbili, San Antonio Spurs Blake Griffin, Los Angeles Clippers Dirk Nowitzki, Dallas Mavericks Russell Westbrook, Oklahoma City Thunder Deron Williams, Utah JazzÞjálfari: Gregg Popovich (San Antonio Spurs) NBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira
Blake Griffin, nýliði Los Angeles Clippers, var valinn í Stjörnuleikinn í NBA-deildinni í gær líkt og Kevin Garnett, leikmaður Boston, sem um leið jafnaði met þeirra Jerry West, Shaquille O'Neal og Karl Malone með því að vera valinn í leikinn 14. árið í röð. Þjálfarar Austur- og Vesturdeildanna kusu um hvaða leikmenn fylla upp leikmannahópa Stjörnuliðanna en byrjunarlið Stjörnuliðanna voru valin af áhugafólki um NBA-deildina. Blake Griffin varð fyrsti nýliðinn til að vera valinn í Stjörnuleikinn síðan að Kínverjinn Yao Ming var kosinn í Stjörnuleikinn árið 2003. Stjörnuleikurinn verður spilaður á heimavelli Giffin, Staples Center í Los Angeles Lakers, og fer fram 20. febrúar næstkomandi. Fjórir leikmenn Boston Celtics komust í lið Austurdeildarinnar en auk Garnett eru þeir Rajon Rondo, Paul Pierce og Ray Allen í liðinu. Þeir jöfnuðu þar met met fjögurra leikmanna Detroit Pistons frá 2006 sem er eina liðið sem hefur einnig átt fjóra varamenn í Stjörnuleiknum. Chauncey Billups, Richard Hamilton, Ben Wallace og Rasheed Wallace voru valdir í stjörnuliðið fyrir fimm árum. Boston og Detroit eru þó ekki einu liðin til að eiga fjóra stjörnuleikmenn en það áttu einnig lið Boston Celtics (1953, 1962 og 1975), Los Angeles Lakers Lakers (1962 og 1998) og Philadelphia 76ers (1983). Tim Duncan hjá San Antonio Spurs var valinn í Stjörnuliðið í þrettánda sinn og Chris Bosh, félagi þeirra LeBron James og Dwyane Wade hjá Miami, var einnig valinn í liðið. Það var örugglega mun erfiðara að velja varamennina vestan megin því sterkir leikmenn eins og Tony Parker, Kevin Love, LaMarcus Aldridge, Zach Randolph og Lamar Odom sitja eftir með sárt ennið að þessu sinni. Stjörnulið NBA-deildarinnar 2011Ray Allen, Paul Pierce og Kevin Garnett voru allir valdir í Stjörnuleikinn.Mynd/APLið Austurdeildarinnar:Byrjunarlið: Derrick Rose, Chicago Bulls Dwyane Wade, Miami Heat LeBron James, Miami Heat Amar'e Stoudemire, New York Knicks Dwight Howard, Orlando MagicVaramenn: Ray Allen, Boston Celtics Chris Bosh, Miami Heat Kevin Garnett, Boston Celtics Al Horford, Atlanta Hawks Joe Johnson, Atlanta Hawks Paul Pierce, Boston Celtics Rajon Rondo, Boston CelticsÞjálfari: Doc Rivers (Boston Celtics) Lið Vesturdeildarinnar:Byrjunarlið: Chris Paul, New Orleans Hornets Kobe Bryant, Los Angeles Lakers Kevin Durant, Oklahoma City Thunder Carmelo Anthony, Denver Nuggets Yao Ming, Houston Rockets (meiddur)Varamenn: Tim Duncan, San Antonio Spurs Pau Gasol, Los Angeles Lakers Manu Ginóbili, San Antonio Spurs Blake Griffin, Los Angeles Clippers Dirk Nowitzki, Dallas Mavericks Russell Westbrook, Oklahoma City Thunder Deron Williams, Utah JazzÞjálfari: Gregg Popovich (San Antonio Spurs)
NBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira