Dettur í hátíðargírinn þegar tréð er skreytt 1. nóvember 2011 00:01 „En ég dett ekki í fimmta hátíðargírinn fyrr en rétt fyrir jól, þegar rjúpurnar koma í hús og tréð er skreytt," segir Stefán. Stefán Hilmarsson hefur sent frá sér sína fimmtu sólóplötu sem ber heitið Húm (Söngvar um ástina og lífið). Margir af fremstu lagasmiðum landsins lögðu Stefáni til lög og óhætt er að segja að platan sé uppfull af gæðatónlist. Vísir hafði samband við Stefán til að forvitnast hvað kemur honum í jólagírinn. „Jólastemmningin hefst í upphafi aðventu, þegar konan vinnur ötullega að því að breyta húsinu í hálfgert jólaþorp," svarar Stefán. „Hún er mikið jólabarn og synirnir verða auðvitað spenntir þegar skreytingaræðið rennur á mömmuna, sérstaklega sá yngri, sem er uppveðraður yfir heimsókn jólasveinanna og maður smitast vitaskuld af einlægri barnsgleðinni." „En ég dett ekki í fimmta hátíðargírinn fyrr en rétt fyrir jól, þegar rjúpurnar koma í hús og tréð er skreytt. Og ekki er verra ef þá fer að snjóa, eins og í bíómyndunum," segir Stefán. - jol@jol.is Jólafréttir Mest lesið Sálmur 562 - Að jötu þinni Jól Eggjalaus jólabakstur er leikur einn Jól Hugleiðingar um aðventu Jól Aðventan er til að njóta Jól Svona gerirðu graflax Jól Með djúpa ástríðu fyrir jólaþorpum Jól Borða með góðri samvisku Jól Allir geta gert góðan jólamat Jól Eitt deig – þrenns konar smákökur Jól Ljúffengar jólakræsingar Jól
Stefán Hilmarsson hefur sent frá sér sína fimmtu sólóplötu sem ber heitið Húm (Söngvar um ástina og lífið). Margir af fremstu lagasmiðum landsins lögðu Stefáni til lög og óhætt er að segja að platan sé uppfull af gæðatónlist. Vísir hafði samband við Stefán til að forvitnast hvað kemur honum í jólagírinn. „Jólastemmningin hefst í upphafi aðventu, þegar konan vinnur ötullega að því að breyta húsinu í hálfgert jólaþorp," svarar Stefán. „Hún er mikið jólabarn og synirnir verða auðvitað spenntir þegar skreytingaræðið rennur á mömmuna, sérstaklega sá yngri, sem er uppveðraður yfir heimsókn jólasveinanna og maður smitast vitaskuld af einlægri barnsgleðinni." „En ég dett ekki í fimmta hátíðargírinn fyrr en rétt fyrir jól, þegar rjúpurnar koma í hús og tréð er skreytt. Og ekki er verra ef þá fer að snjóa, eins og í bíómyndunum," segir Stefán. - jol@jol.is
Jólafréttir Mest lesið Sálmur 562 - Að jötu þinni Jól Eggjalaus jólabakstur er leikur einn Jól Hugleiðingar um aðventu Jól Aðventan er til að njóta Jól Svona gerirðu graflax Jól Með djúpa ástríðu fyrir jólaþorpum Jól Borða með góðri samvisku Jól Allir geta gert góðan jólamat Jól Eitt deig – þrenns konar smákökur Jól Ljúffengar jólakræsingar Jól