Búin að setja seríur í gluggana 1. nóvember 2011 00:01 Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir rifjar upp jólin og þegar hún fékk að koma til Íslands ein jólin frá Los Angeles. „Þegar ég hugsa um eftirminnileg jól dettur mér fyrst í hug þegar ég var sirka 11 ára og við bjuggum í Los Angeles þá fékk ég alltaf svo mikla heimþrá á jólunum af því fyrir utan ljós og skreytingar er ekki mjög jólalegt þar," segir leikkonan Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir. „Fólk þar er bara á stuttbuxum í glampandi sólskini að slá grasið og svona." „Aðfangadagskvöld hjá mér er frekar hefðbundið. Það er alltaf kveikt á útvarpinu og þegar klukkurnar hringja þá fer maður og knúsar alla og óskar gleðilegra jóla." „En allavega þá kom ég heim úr skólanum einn daginn og mamma og pabbi tilkynntu okkur systrum að við værum að fara heim um jólin en afi minn hafði veikst og farið á spítala og þá gat maður fengið aukalán til að koma heim frá LÍN - en svo var allt í lagi með hann," segir hún og brosir. „Þannig að við fórum til Íslands og vorum með systur mömmu og fjölskyldunni hennar og ömmu og afa sem voru fjölmennustu jól sem við höfum haldið í fjölskyldunni minni." „Ég get eiginlega ekki hugsað um jólin fyrr en eftir 14. desember. Þá fer ég í gjafahugleiðingar og að skrifa kort og svona." Mynd/Ólöf Erla Einarsdóttir. „Þau jól eru alltaf í svolitlu uppáhaldi. Þá hafði maður bæði ömmu og afa og svo frændsystkinin til að leika við líka. Enda var þvílíkt gjafaflóð af því við vorum svö mörg - að við krakkarnir vorum að springa úr spenningi," segir Ísgerður og gleðin leynir sér ekki við upprifjunina. „Svo voru líka jólin þegar jólatré seldust upp. Við höfum yfirleitt keypt jólatré á þorláksmessu en þau voru uppseld og þá fórum við fjölskyldan í leiðangur að leita að tré og enduðum á að fá að höggva niður tré hjá einum bónda í Mosfellsdal einhversstaðar. Það var svolítið skondið, pínkulítið tré. En það var skárra en að hafa ekkert jólatré," segir hún.Hvað kemur þér í jólaskap? „Það kemur mér alltaf í jólaskap að fara á Laugaveginn á þorláksmessu og hitta fólk. Svo auðvitað að skreyta og baka og svona. Ég er einmitt búin að setja seríur í gluggana til að hressa mig við í próflestrinum," útskýrir hún. Viltu segja mér frá aðfangadagskvöldinu hjá þér? „Aðfangadagskvöld hjá mér er frekar hefðbundið. Það er alltaf kveikt á útvarpinu og þegar klukkurnar hringja þá fer maður og knúsar alla og óskar gleðilegra jóla. Svo er sest við jólamöndlugrautinn hennar mömmu og allir bíða spenntir að sjá hver fær möndluna. Svo fær maður að opna möndlugjöfina ef maður vinnur, sem ég hef reyndar bara einu sinni gert eða eitthvað. Síðan er jólamaturinn yfirleitt kalkúnn en hefur samt verið misjafnt og ýmsar tilraunir gerðar. Svo bara opna gjafir og spila og kjafta og drekka heitt súkkulaði og svona." „Það eru voða róleg jólin hjá okkur undanfarin ár því það eru engin lítil börn komin þannig að þetta er voða kósý bara." „Annars er ég bara að lesa fyrir próf og vinna í barnaplötunni minni. En ég fer á fullt í það eftir prófin. Ég get eiginlega ekki hugsað um jólin fyrr en eftir 14. desember. Þá fer ég í gjafahugleiðingar og að skrifa kort og svona," segir hún brosandi áður en kvatt er.-elly@365.is Jólafréttir Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Gleðileg jól á hinum ýmsu tungumálum Jól Lúxusmúslí fyrir útvalda ástvini Jól Jólafrómas að færeyskum hætti Jólin Vinsælustu jólasmákökurnar í Garðaskóla Jólin Fyrir þá sem hafa tíu þumalfingur Jól Súkkulaðikransatoppar Jól Hvernig gerir þú Könglaseríu? Jól Babbi segir Jól Jólabrauðterta með hamborgarhrygg Jólin
„Þegar ég hugsa um eftirminnileg jól dettur mér fyrst í hug þegar ég var sirka 11 ára og við bjuggum í Los Angeles þá fékk ég alltaf svo mikla heimþrá á jólunum af því fyrir utan ljós og skreytingar er ekki mjög jólalegt þar," segir leikkonan Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir. „Fólk þar er bara á stuttbuxum í glampandi sólskini að slá grasið og svona." „Aðfangadagskvöld hjá mér er frekar hefðbundið. Það er alltaf kveikt á útvarpinu og þegar klukkurnar hringja þá fer maður og knúsar alla og óskar gleðilegra jóla." „En allavega þá kom ég heim úr skólanum einn daginn og mamma og pabbi tilkynntu okkur systrum að við værum að fara heim um jólin en afi minn hafði veikst og farið á spítala og þá gat maður fengið aukalán til að koma heim frá LÍN - en svo var allt í lagi með hann," segir hún og brosir. „Þannig að við fórum til Íslands og vorum með systur mömmu og fjölskyldunni hennar og ömmu og afa sem voru fjölmennustu jól sem við höfum haldið í fjölskyldunni minni." „Ég get eiginlega ekki hugsað um jólin fyrr en eftir 14. desember. Þá fer ég í gjafahugleiðingar og að skrifa kort og svona." Mynd/Ólöf Erla Einarsdóttir. „Þau jól eru alltaf í svolitlu uppáhaldi. Þá hafði maður bæði ömmu og afa og svo frændsystkinin til að leika við líka. Enda var þvílíkt gjafaflóð af því við vorum svö mörg - að við krakkarnir vorum að springa úr spenningi," segir Ísgerður og gleðin leynir sér ekki við upprifjunina. „Svo voru líka jólin þegar jólatré seldust upp. Við höfum yfirleitt keypt jólatré á þorláksmessu en þau voru uppseld og þá fórum við fjölskyldan í leiðangur að leita að tré og enduðum á að fá að höggva niður tré hjá einum bónda í Mosfellsdal einhversstaðar. Það var svolítið skondið, pínkulítið tré. En það var skárra en að hafa ekkert jólatré," segir hún.Hvað kemur þér í jólaskap? „Það kemur mér alltaf í jólaskap að fara á Laugaveginn á þorláksmessu og hitta fólk. Svo auðvitað að skreyta og baka og svona. Ég er einmitt búin að setja seríur í gluggana til að hressa mig við í próflestrinum," útskýrir hún. Viltu segja mér frá aðfangadagskvöldinu hjá þér? „Aðfangadagskvöld hjá mér er frekar hefðbundið. Það er alltaf kveikt á útvarpinu og þegar klukkurnar hringja þá fer maður og knúsar alla og óskar gleðilegra jóla. Svo er sest við jólamöndlugrautinn hennar mömmu og allir bíða spenntir að sjá hver fær möndluna. Svo fær maður að opna möndlugjöfina ef maður vinnur, sem ég hef reyndar bara einu sinni gert eða eitthvað. Síðan er jólamaturinn yfirleitt kalkúnn en hefur samt verið misjafnt og ýmsar tilraunir gerðar. Svo bara opna gjafir og spila og kjafta og drekka heitt súkkulaði og svona." „Það eru voða róleg jólin hjá okkur undanfarin ár því það eru engin lítil börn komin þannig að þetta er voða kósý bara." „Annars er ég bara að lesa fyrir próf og vinna í barnaplötunni minni. En ég fer á fullt í það eftir prófin. Ég get eiginlega ekki hugsað um jólin fyrr en eftir 14. desember. Þá fer ég í gjafahugleiðingar og að skrifa kort og svona," segir hún brosandi áður en kvatt er.-elly@365.is
Jólafréttir Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Gleðileg jól á hinum ýmsu tungumálum Jól Lúxusmúslí fyrir útvalda ástvini Jól Jólafrómas að færeyskum hætti Jólin Vinsælustu jólasmákökurnar í Garðaskóla Jólin Fyrir þá sem hafa tíu þumalfingur Jól Súkkulaðikransatoppar Jól Hvernig gerir þú Könglaseríu? Jól Babbi segir Jól Jólabrauðterta með hamborgarhrygg Jólin