Körfubolti

NBA í nótt: Durant skoraði 47 stig

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kevin Durant í leiknum í nótt.
Kevin Durant í leiknum í nótt. Mynd/AP

Kevin Durant átti ótrúlegan leik þegar að Oklahoma City vann nauman sigur á Minnesota, 118-117, í framlengdum leik í NBA-deildinni í nótt.

Durant skoraði 47 stig í leiknum fyrir Oklahoma City og tók þar að auki átján fráköst. Enginn hefur skorað meira í einum leik í deildinni á þessu tímabili en Blake Griffin skoraði fyrr á tímabilinu einnig 47 stig í leik með LA Clippers.

Það var Durant sem skoraði körfuna sem tryggði Oklahoma City að lokum sigur með körfu 28 sekúndum fyrir leikslok.

Minnesota fékk tækifæri til að jafna metin áður en leiktíminn rann út en Corey Brewer misnotaði síðara vítakastið sitt í leiknum.

Kevin Love skoraði 31 stig og tók 21 fráköst fyrir Minnesota en þetta var í 31. sinn í röð sem að hann nær tvöfaldri tvennu. Love er í dag frákastakóngur deildarinnar.

Úrslit næturinnar:

Indiana - Orlando 96-111

New Jersey - Memphis 93-88

Toronto - Philadelphia 94-107

Detroit - Denver 100-109

Milwaukee - Atlanta 98-90

Minnesota - Oklahoma City 117-118

Houston - LA Clippers 96-83

Phoenix - Charlotte 107-114

Utah - San Antonio 105-112

Golden State - New Orleans



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×