Körfubolti

NBA í nótt: Rondo öflugur í sigri Boston

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rajon Rondo á fullu í leiknum í nótt.
Rajon Rondo á fullu í leiknum í nótt. Mynd/AP
Boston vann í nótt góðan sigur á San Antonio Spurs, 105-103, þar sem Rajon Rondo fór á kostum og náði þrefaldri tvennu.

Rondo var með 22 stoðsendingar, tólf stig og tíu fráköst. Þar að auki stal hann boltanum sex sinnum en þetta var í ellefta sinn á ferlinum sem hann nær þrefaldri tvennu í NBA-deildinni.

Ray Allen var með 31 stig og Glen Davis 23 fyrir Boston. Hjá San Antonio var Manu Ginobili með 24 stig og átta fráköst en þrátt fyrir tapið er liðið enn með besta árangur allra liða í deildinni.

Ginobili hefði getað jafnað metin á lokasekúndu leiksins í gær en Paul Pierce varði frá honum og tryggði sínum mönnum þar með endanlega sigur.

Toronto vann Cleveland, 120-105. Andrea Bargnani var með 25 stig og Leandro Barbosa 22 fyrir Toronto sem hafði tapað þremur leikjum í röð.

New Jersey vann Chicago, 96-94. Sasha Vujacic tryggði sínum mönnum sigurinn með körfu þegar fimm sekúndur voru til leiksloka en New Jersey hafði tapað síðustu fimm leikjum sínum.

Orlando vann Milwaukee, 97-87. Dwight Howard skoraði 28 stig og tók þrettán fráköst fyrir Orlando.

Philadelphia vann Washington, 109-97. Jrue Holiday og Lou Williams skoruðu 26 stig hvor fyrir Philadelphia.

Atlanta vann Utah, 110-87. Joe Johnson skoraði 28 stig og Jamal Crawford fyrir Atlanta.

Portland vann Houston, 103-100. LaMarcus Aldridge skoraði 27 stig fyrir Portland. Kevin Martin skoraði 45 stig fyrir Houston en það dugði ekki til.

Golden State vann New Orleans, 110-103. Monta Ellis skoraði 29 stig fyrir Golden State.

Charlotte vann Minnesota, 108-105, í framlengdum leik. Tyrus Thomas var með 21 stig og ellefu fráköst en Charlotte var átta stigum undir þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum.

LA Lakers vann Phoenix, 99-95. Kobe Bryant skoraði 24 stig fyrir Lakers.

LA Clippers vann Denver, 106-93. Eric Gordon skoraði 28 stig fyrir Clippers.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×