Facebook-mynd með fernu 18. janúar 2011 05:30 Glee-hópurinn fagnaði verðlaunum sínum innilega á Golden Globe-hátíðinni. nordicphotos/getty The Social Network og Glee voru sigurvegarar kvöldsins á Golden Globe-hátíðinni í Los Angeles. Kvikmyndin The Social Network og sjónvarpsþátturinn Glee hlutu flest verðlaun á Golden Globe-verðlaunahátíðinni sem var haldin í Los Angeles. The Social Network, sem fjallar um upphaf Facebook-síðunnar, hlaut fern verðlaun: sem besta dramamyndin, fyrir bestu leikstjórn, besta handritið og fyrir tónlistina. Glee hlaut þrenn verðlaun, þar á meðal sem besti söngva- eða gamanþátturinn. Bretinn Colin Firth var kjörinn besti dramaleikarinn fyrir hlutverk sitt í The King"s Speech, eins og búist hafði verið við. Þetta voru einu verðlaunin sem myndin hlaut, þrátt fyrir sjö tilnefningar. Það kom heldur engum á óvart þegar Natalie Portman hlaut Gullhnöttinn sem besta dramaleikkonan fyrir frammistöðu sína sem ballerína í Black Swan. Portman, sem á von á barni, þakkaði foreldrum sínum fyrir að hafa hjálpað sér í heiminn og gefið sér eins yndislegt líf og raun ber vitni. The Kids Are All Right, sem fjallar um lesbískt par sem hittir föður táningsstúlku þeirra, var kjörin besta söngva- eða gamanmyndin og Boardwalk Empire besti dramaþátturinn í sjónvarpi. Þá var Toy Story 3 kjörin besta teiknimyndin. David Fincher Leikstjóri The Social Network þakkaði fyrir sig. Grínistinn Ricky Gervais var kynnir hátíðarinnar annað árið í röð. Hann hóf kvöldið á því að gera grín að Charlie Sheen, Hugh Hefner, stofnanda Playboy, og þrívíddarmyndum. „Það virðist allt hafa verið í þrívídd í ár, nema persónurnar í The Tourist,“ sagði hann og skaut þar á kvikmyndina með Johnny Depp og Angelinu Jolie í aðalhlutverkum sem hefur hlotið slaka dóma. Leikarinn Robert De Niro fékk hlýjar móttökur þegar hann tók á móti verðlaunum fyrir æviframlag sitt til leiklistarinnar og áhorfendur stóðu upp og klöppuðu þegar Michael Douglas afhenti síðustu verðlaun kvöldsins. „Það hlýtur að vera til betri aðferð til að vera hylltur á þennan hátt,“ grínaðist leikarinn, sem er að jafna sig eftir meðferð við krabbameini í hálsi. Það eru samtök erlendra blaðamanna sem veita Golden Globe-verðlaunin á ári hverju. Verðlaunin þykja gefa vísbendingu um hverjir hljóta Óskarsverðlaunin, sem verða afhent 27. febrúar. freyr@frettabladid.is Golden Globes Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Sjá meira
The Social Network og Glee voru sigurvegarar kvöldsins á Golden Globe-hátíðinni í Los Angeles. Kvikmyndin The Social Network og sjónvarpsþátturinn Glee hlutu flest verðlaun á Golden Globe-verðlaunahátíðinni sem var haldin í Los Angeles. The Social Network, sem fjallar um upphaf Facebook-síðunnar, hlaut fern verðlaun: sem besta dramamyndin, fyrir bestu leikstjórn, besta handritið og fyrir tónlistina. Glee hlaut þrenn verðlaun, þar á meðal sem besti söngva- eða gamanþátturinn. Bretinn Colin Firth var kjörinn besti dramaleikarinn fyrir hlutverk sitt í The King"s Speech, eins og búist hafði verið við. Þetta voru einu verðlaunin sem myndin hlaut, þrátt fyrir sjö tilnefningar. Það kom heldur engum á óvart þegar Natalie Portman hlaut Gullhnöttinn sem besta dramaleikkonan fyrir frammistöðu sína sem ballerína í Black Swan. Portman, sem á von á barni, þakkaði foreldrum sínum fyrir að hafa hjálpað sér í heiminn og gefið sér eins yndislegt líf og raun ber vitni. The Kids Are All Right, sem fjallar um lesbískt par sem hittir föður táningsstúlku þeirra, var kjörin besta söngva- eða gamanmyndin og Boardwalk Empire besti dramaþátturinn í sjónvarpi. Þá var Toy Story 3 kjörin besta teiknimyndin. David Fincher Leikstjóri The Social Network þakkaði fyrir sig. Grínistinn Ricky Gervais var kynnir hátíðarinnar annað árið í röð. Hann hóf kvöldið á því að gera grín að Charlie Sheen, Hugh Hefner, stofnanda Playboy, og þrívíddarmyndum. „Það virðist allt hafa verið í þrívídd í ár, nema persónurnar í The Tourist,“ sagði hann og skaut þar á kvikmyndina með Johnny Depp og Angelinu Jolie í aðalhlutverkum sem hefur hlotið slaka dóma. Leikarinn Robert De Niro fékk hlýjar móttökur þegar hann tók á móti verðlaunum fyrir æviframlag sitt til leiklistarinnar og áhorfendur stóðu upp og klöppuðu þegar Michael Douglas afhenti síðustu verðlaun kvöldsins. „Það hlýtur að vera til betri aðferð til að vera hylltur á þennan hátt,“ grínaðist leikarinn, sem er að jafna sig eftir meðferð við krabbameini í hálsi. Það eru samtök erlendra blaðamanna sem veita Golden Globe-verðlaunin á ári hverju. Verðlaunin þykja gefa vísbendingu um hverjir hljóta Óskarsverðlaunin, sem verða afhent 27. febrúar. freyr@frettabladid.is
Golden Globes Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Sjá meira