Körfubolti

Boston sýndi styrk sinn gegn meistaraliði Lakers

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Paul Pierce skorar hér gegn Lakers í gær og Ron Artest er til varnar.
Paul Pierce skorar hér gegn Lakers í gær og Ron Artest er til varnar. AP

Fjölmargir spennandi leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í gær þar sem að viðureign gömlu stórveldana, Boston Celtics og LA Lakers bar hæst. Meistaraliðið Lakers varð að játa sig sigrað á heimavelli í Los Angeles, 109-96, þrátt fyrir að Kobe Bryant hafi skorað 41 stig.

Paul Pierce skoraði 32 stig fyrir Boston og Rajon Rondo gaf 16 stoðsendingar. Bryant var yfirburðamaður í liði Lakers í stigaskorun - þar sem Lamar Odom var næst stigahæstur með 15 stig. Boston tók samtals 43 fráköst og Lakers aðeins 30

Dwayne Wade skorar hér tvö stig gegn Oklahoma í gær.AP

Miami Heat vann góðan útisigur gegn Oklahoma City Thunder, 108-103, þar sem Dwayne Wade skoraði 32 stig og tók 9 fráköst í liði Miami. LeBron James gaf 13 stoðsendingar í liði Miami. Kevin Durant, sem var stigahæsti leikmaður NBA deildarinnar á síðustu leiktíð, skoraði 33 stig. Durant er stigahæsti leikmaður deildarinnar í ár og Wade er annar á þeim lista. Fyrir leikinn hafði Miami tapað 5 af síðustu 7 leikjum sínum. Chris Bosh lék á ný með Miami eftir að hafa misst af síðustu fjórum leikjum vegna ökklameiðsla. Hann skoraði 20 stig og tók 7 fráköst.

Rússinn Timofey Mozgov fór á kostum í liði New York í 124-106 sigri liðsins gegn Detroit. Miðherjinn, sem er nýliði í deildinni, hefur ekkert leikið með New York á undanförnum vikum en æft af miklum krafti með þjálfarateymi liðsins. Hann virðist hafa haft gott af því þar sem hann skoraði 23 stig og tók 14 fráköst.

Úrslit gærkvöldsins:

Orlando - Cleveland 103-87

Philadelphia - Denver 110-99

New York - Detroit 124-106

Phoenix - New Orleans 104-102

Lakers - Boston 96-109

Oklahoma - Miami 103-108

Golden State - Utah 96-81



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×