Dwyane Wade fékk 29 milljón króna McLaren-bíl í afmælisgjöf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2012 23:15 Dwyane Wade, leikmaður Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta, hélt upp á þrítugsafmæli sitt í vikunni og kærasta hans, Gabrielle Union, hélt honum af því tilefni glæsilega veislu á hóteli í bænum. Stærsta afmælisgjöfin kom þó ekki frá frúnni heldur bílaumboði í Miami sem sá ástæðu til þess að senda einn af flottustu bílum sínum til Wade. Wade fékk nefnilega 230 þúsund dollara McLaren-bíl í afmælisgjöf frá umræddu bílaumboði en það gerir um 29 milljónir í íslenskum krónum. Bílinn var fluttur inn í hátíðargarðinn á hótelinu og þurfti krana til að lyfta honum á réttan stað fyrir veisluna. Gjöfin hefur væntanlega komið Wade skemmtilega á óvart en hann fær nú nógu vel borgað fyrir körfuboltaleik sinn og ætti svo sem að hafa efni á því að kaupa svona bíl sjálfur. Bílaumboðið var hinsvegar tilbúið að splæsa í þessa risagjöf enda svo sem ekki slæm auglýsing að einn fljótasti leikmaður NBA-deildarinnar aki um á þeirra bíl. McLaren MP4-12C bílinn er með 592 hestöfl og það tekur hann aðeins 3,2 sekúndur að komast upp í hundraðið. Wade er meiddur og hefur ekkert spilað með Miami-liðinu að undanförnu. Hann ætti því að hafa haft nægan tíma til að prufukeyra nýja kaggann sinn. Þeir sem vilja sjá Jeremy Clarkson hjá Top Gear keyra McLaren MP4-12c bílinn geta smellt á myndbandið hér fyrir ofan. NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira
Dwyane Wade, leikmaður Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta, hélt upp á þrítugsafmæli sitt í vikunni og kærasta hans, Gabrielle Union, hélt honum af því tilefni glæsilega veislu á hóteli í bænum. Stærsta afmælisgjöfin kom þó ekki frá frúnni heldur bílaumboði í Miami sem sá ástæðu til þess að senda einn af flottustu bílum sínum til Wade. Wade fékk nefnilega 230 þúsund dollara McLaren-bíl í afmælisgjöf frá umræddu bílaumboði en það gerir um 29 milljónir í íslenskum krónum. Bílinn var fluttur inn í hátíðargarðinn á hótelinu og þurfti krana til að lyfta honum á réttan stað fyrir veisluna. Gjöfin hefur væntanlega komið Wade skemmtilega á óvart en hann fær nú nógu vel borgað fyrir körfuboltaleik sinn og ætti svo sem að hafa efni á því að kaupa svona bíl sjálfur. Bílaumboðið var hinsvegar tilbúið að splæsa í þessa risagjöf enda svo sem ekki slæm auglýsing að einn fljótasti leikmaður NBA-deildarinnar aki um á þeirra bíl. McLaren MP4-12C bílinn er með 592 hestöfl og það tekur hann aðeins 3,2 sekúndur að komast upp í hundraðið. Wade er meiddur og hefur ekkert spilað með Miami-liðinu að undanförnu. Hann ætti því að hafa haft nægan tíma til að prufukeyra nýja kaggann sinn. Þeir sem vilja sjá Jeremy Clarkson hjá Top Gear keyra McLaren MP4-12c bílinn geta smellt á myndbandið hér fyrir ofan.
NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira