Enski boltinn

Granero hjá Real Madrid: Vill helst komast til Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Esteban Granero.
Esteban Granero. Mynd/Nordic Photos/Getty
José Mourinho, þjálfari Real Madrid, hefur ekki mikla trú á spænska miðjumanninum Esteban Granero og umboðsmaður leikmannsins er byrjaður að blaðra um það í fjölmiðlum að leikmaðurinn vilji komast í burtu frá Santiago Bernabéu.

„Hann vill komast til Liverpool," sagði Teo Lazaro, umboðsmaður Esteban Granero við blaðamann International Business Times. Granero er kalaður "El Pirata" eða Sjóræninginn.

Esteban Granero er 24 ára sóknarmiðjumaður sem kom upp í gegnum unglingastarf Real Madrid. Hann var í láni hjá Getafe frá 2007 til 2009 en hefur verið í aðalliði Real Madrid frá 2009.

„Hann sér að hann færi ekki mörg tækifæri hjá Real Madrid og ef hann fær ekki að spila hjá Real þá verður hann bara að spila annarsstaðar. Það er ekkert flóknara en það," sagði umboðsmaðurinn.

Esteban Granero hefur bara fengið að spila þrjá deildarleiki með Real Madrid á þessu tímabili en í öll skiptin kom hann inn á sem varamaður undir lok leiks.

Mourinho hefur aðeins notað hann í sextán mínútu í spænsku deildinni en hann hefur spilað yfir hundrað mínútum í bæði bikarnum og Meistaradeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×