Ölgerðin harmar að fyrirtæki séu dregin að ósekju inn í saltmálið 16. janúar 2012 16:16 Ölgerðin harmar að fyrirtæki sem keypt hafi óvottað salt til annarra nota en í matvæli frá fyrirtækinu séu dregin inn í umræðuna um iðnaðarsalt en um helgina gerði Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur opinberan lista yfir þau fyrirtæki sem keypt hefðu saltið. Ölgerðin bendir hinsvegar á að mörg fyrirtæki, bæði í matvælaiðnaði og annars staðar, hafi keypt óvottað salt frá Ölgerðinni til annarra nota en í matvæli. Fyrr í dag benti Eðalfiskur ehf. til að mynda á að saltið sem fyrirtækið keypti hefði farið í að bera salt á svellbunkana á bílastæðinu fyrir utan, en ekki í matvælagerð. Í tilkynningu ítrekar Ölgerðin einnig að óvottaða saltið sé fullkomlega lögleg vara og ekkert athugavert við að flytja inn og selja slíkt salt. „Eins og margoft hefur komið fram er innihaldið í vottuðu salti og óvottuðu salti frá AkzoNobel það sama. Munurinn er eingöngu fólginn í því hvort eftirlit með vörunni sé vottað eftirlit, eins og krafa er gerð um fyrir hráefni í matvæli. Danski framleiðandinn fullyrðir að óvottaða saltið sé hættulaust til neyslu." Þá er það áréttað að Ölgerðin og fulltrúar þess hafi aldrei reynt að blekkja einn eða neinn hvað þessa vöru varðar. „Saltið hefur alltaf verið afhent í upprunalegum umbúðum og engin tilraun verið gerð til að fela útlit og eiginleika vörunnar. Kaupendum hefur alltaf staðið til boða nákvæmt vörulýsingarblað með saltinu og slík vörulýsing hefur alltaf fylgt með þegar stærri matvælafyrirtæki hafa óskað eftir formlegum tilboðum í magnkaup á salti." „Ölgerðin og þau fyrirtæki sem notuðu þetta salt í matvælaframleiðslu hafa viðurkennt andvaraleysi og mistök, vegna þess að saltið var ekki stimplað "food grade" og hafði ekki tilskylda vottun til nota í matvælaiðnaði. Ölgerðin biðst afsökunar á þeim mistökum," segir að lokum. Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Ölgerðin harmar að fyrirtæki sem keypt hafi óvottað salt til annarra nota en í matvæli frá fyrirtækinu séu dregin inn í umræðuna um iðnaðarsalt en um helgina gerði Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur opinberan lista yfir þau fyrirtæki sem keypt hefðu saltið. Ölgerðin bendir hinsvegar á að mörg fyrirtæki, bæði í matvælaiðnaði og annars staðar, hafi keypt óvottað salt frá Ölgerðinni til annarra nota en í matvæli. Fyrr í dag benti Eðalfiskur ehf. til að mynda á að saltið sem fyrirtækið keypti hefði farið í að bera salt á svellbunkana á bílastæðinu fyrir utan, en ekki í matvælagerð. Í tilkynningu ítrekar Ölgerðin einnig að óvottaða saltið sé fullkomlega lögleg vara og ekkert athugavert við að flytja inn og selja slíkt salt. „Eins og margoft hefur komið fram er innihaldið í vottuðu salti og óvottuðu salti frá AkzoNobel það sama. Munurinn er eingöngu fólginn í því hvort eftirlit með vörunni sé vottað eftirlit, eins og krafa er gerð um fyrir hráefni í matvæli. Danski framleiðandinn fullyrðir að óvottaða saltið sé hættulaust til neyslu." Þá er það áréttað að Ölgerðin og fulltrúar þess hafi aldrei reynt að blekkja einn eða neinn hvað þessa vöru varðar. „Saltið hefur alltaf verið afhent í upprunalegum umbúðum og engin tilraun verið gerð til að fela útlit og eiginleika vörunnar. Kaupendum hefur alltaf staðið til boða nákvæmt vörulýsingarblað með saltinu og slík vörulýsing hefur alltaf fylgt með þegar stærri matvælafyrirtæki hafa óskað eftir formlegum tilboðum í magnkaup á salti." „Ölgerðin og þau fyrirtæki sem notuðu þetta salt í matvælaframleiðslu hafa viðurkennt andvaraleysi og mistök, vegna þess að saltið var ekki stimplað "food grade" og hafði ekki tilskylda vottun til nota í matvælaiðnaði. Ölgerðin biðst afsökunar á þeim mistökum," segir að lokum.
Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira