Laxveiðin hafinn í Skotlandi Karl Lúðvíksson skrifar 16. janúar 2012 13:57 Stórlax úr skoskri veiðiá Laxveiðitímabilið í Skotlandi hófst þann 11. janúar síðastliðinn með opnun Helmsdale árinnar. Hátt í 90 stangir veiddu ána á opnunardaginn án þess að lax veiddist. Laxveiðin í Skotlandi á síðasta ári var sú mesta frá því að skráningar hófust árið 1952. Til bókar voru færðir 110 þústund stangaveiddir laxar úr skosku veiðiánum, sem er 31% hærri tala en fimm ára meðaltalsveiði. Þetta kemur fram í breska blaðinu Telegraph. Þarlendir stangaveiðimenn fá hrós frá yfirvöldum sem greina frá því að sjö af hverjum tíu löxum var sleppt aftur lifandi í árnar, þar af var 86% af hinum dýrmæta vorlaxi sleppt. Það eru hins vegar ekki eingöngu góðar fréttir á ferðinni frá Skotlandi, því á sama tíma og þessar háu tölur eru birtar er fjöldi vorlaxa, sem flokkaðir eru sem stórlaxar, aldrei minni. Er um að ræða einhverja minnstu veiði á vorlaxi í skosku ánum frá því skráningar hófust. Vorlaxinn er talinn mikilvægast hluti þeirra laxa sem hrygna og verja afkomu laxastofna þar í landi. Ástæður þess að veiðitölur nú eru hærri en undanfarna áratugi eru raktar til þess að hlutur netaveiðimanna undan ströndum landsins fer mjög minnkandi sem aftur skilar stærri göngum inn í árnar. Að auki er talið að veiða/sleppa aðferðin hækki veiðitölurnar þar sem hluti slepptu laxanna veiðist aftur. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Skjálfandafljót: Félag tengt Lax-Á með hæsta boð Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Að prófa eitthvað nýtt í litlu vatni Veiði Veiðitölur LV: Aldrei minni veiði síðan talningar hófust Veiði Misjöfn veiði í Þingvallavatni Veiði Gott úrval leyfa í stóran silung Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Skemmtikvöld SVFK 9. desember Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði
Laxveiðitímabilið í Skotlandi hófst þann 11. janúar síðastliðinn með opnun Helmsdale árinnar. Hátt í 90 stangir veiddu ána á opnunardaginn án þess að lax veiddist. Laxveiðin í Skotlandi á síðasta ári var sú mesta frá því að skráningar hófust árið 1952. Til bókar voru færðir 110 þústund stangaveiddir laxar úr skosku veiðiánum, sem er 31% hærri tala en fimm ára meðaltalsveiði. Þetta kemur fram í breska blaðinu Telegraph. Þarlendir stangaveiðimenn fá hrós frá yfirvöldum sem greina frá því að sjö af hverjum tíu löxum var sleppt aftur lifandi í árnar, þar af var 86% af hinum dýrmæta vorlaxi sleppt. Það eru hins vegar ekki eingöngu góðar fréttir á ferðinni frá Skotlandi, því á sama tíma og þessar háu tölur eru birtar er fjöldi vorlaxa, sem flokkaðir eru sem stórlaxar, aldrei minni. Er um að ræða einhverja minnstu veiði á vorlaxi í skosku ánum frá því skráningar hófust. Vorlaxinn er talinn mikilvægast hluti þeirra laxa sem hrygna og verja afkomu laxastofna þar í landi. Ástæður þess að veiðitölur nú eru hærri en undanfarna áratugi eru raktar til þess að hlutur netaveiðimanna undan ströndum landsins fer mjög minnkandi sem aftur skilar stærri göngum inn í árnar. Að auki er talið að veiða/sleppa aðferðin hækki veiðitölurnar þar sem hluti slepptu laxanna veiðist aftur. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Skjálfandafljót: Félag tengt Lax-Á með hæsta boð Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Að prófa eitthvað nýtt í litlu vatni Veiði Veiðitölur LV: Aldrei minni veiði síðan talningar hófust Veiði Misjöfn veiði í Þingvallavatni Veiði Gott úrval leyfa í stóran silung Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Skemmtikvöld SVFK 9. desember Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði