Innlent

Saltmálið: SS breytir verklagi sínu

Sláturfélag Suðurlands hefur breytt verklagi sínu og ætlar ekki lengur að láta upplýsingar frá seljendum rekstrarvara nægja heldur mun það í framtíðinni krefjast staðfestingar frá framleiðendum á að viðkomandi vörur séu hæfar til matvælaframleiðslu.

SS er á meðal þeirra fyrirtækja sem hafa fengið iðnaðarsalt frá Ölgerðinni og notað til matvælaframleiðslu. Í tilkynningu frá félaginu segir að frá því í apríl 2011 hafi SS eingöngu notað vottað matvælasalt til framleiðslunnar.

„Fyrir þann tíma var keypt salt af Ölgerðinni sem SS var selt til matvælaframleiðslu. Vegna þeirra mistaka sem hér hafa orðið hefur SS breytt verklagi sínu og lætur ekki lengur nægja upplýsingar frá seljendum rekstrarvara heldur krefst staðfestingar frá framleiðendum á að viðkomandi rekstrarvörur séu hæfar til matvælaframleiðslu."


Tengdar fréttir

Þessir keyptu og notuðu iðnaðarsaltið

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur birt lista yfir dreifingu iðnaðarsalts annars vegar frá Matvælastofnun og hins vegar frá Ölgerðinni og RÚV birtir á vef sínum.

Segir viðbrögð Matvælastofnunar vegna iðnaðarsalts forkastanleg

"Matvælastofnun þarf að skoða sín mál betur,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sem gagnrýnir Matvælastofnun harðlega fyrir viðbrögð sín vegna frétta um að Ölgerðin hafi selt fyrirtækjum iðnaðarsalt til matvælaframleiðslu.

Gagnrýna MAST harðlega - áttu ekki að heimila frekari dreifingu

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vill ítreka í tilkynningu sem þeir sendu fjölmiðlum, að það er ekki sammála stjórnsýsluákvörðunum Matvælastofnunar eftir að það uppgötvast að Ölgerðin dreifi iðnaðarsalti í stað salts til manneldis.

Matvælastofnun harmar gagnrýni vegna iðnaðarsalts

Matvælastofnun (MAST) harmar harða gagnrýni Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á störf Matvælastofnunarinnar eftir að í ljós kom að Ölgerðin seldi iðnaðarsalt til fyrirtækja sem notuðu það svo í matvælaframleiðslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×