NBA: Philadelphia 76ers búið að vinna fimm leiki í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2012 09:00 Mynd/AP Philadelphia 76ers liðið er að byrja tímabilið frábærlega í NBA-deildinni og vann sinn fimmta sigur í röð í nótt. Chicago Bulls og Atlanta Hawks unnu líka sína leiki og Carmelo Anthony og félagar í New York Knicks rétt sluppu með sigur á móti Charlotte Bobcats á heimavelli.Andre Iguodala skoraði 20 stig og Lou Williams var með 13 stig þegar Philadelphia 76ers vann 96-86 sigur á Indiana Pacers. Þetta var fimmti sigur Sixers í röð og Doug Collins heldur áfram að gera flotta hluti með 76ers-liðið. Það eru ekki neinar stórstjörnur í liðinu en sex leikmenn að skora að jafnaði tíu stig eða meira. Roy Hibbert skoraði 19 stig fyrir Indiana og David West var með 15 stig og 11 fráköst.Carlos Boozer skoraði 23 stig fyrir Chicago Bulls í 92-68 sigri á nágrönnum sínum í Detroit Pistons en þetta var þrettándi sigur Bulls í röð á móti Pistons. Derrick Rose var með 22 stig og 8 stoðsendingar hjá Chicago en Greg Monroe var atkvæðamestur hjá Detroit með 14 stig og 10 fráköst.Josh Smith skoraði 26 stig fyrir Atlanta Hawks sem vann 106-101 sigur á New Jersey Nets. Joe Johnson var með 22 stig og Jeff Teague skoraði 20 stig fyrir Atlanta sem vann sinn þriðja leik í röð. Anthony Morrow var með 20 stig fyrir Nets sem hefur tapað öllum heimaleikjum sínum á tímabilinu og alls 8 af 10 leikjum. MarShon Brooks skoraði 19 stig og Deron Williams var með 15 stig og 14 stoðsendingar.Amare Stoudemire og Carmelo Anthony hittu ekki vel en gerðu nóg til þess að hjálpa New York Knicks að vinna nauman 91-87 heimasigur á Charlotte Bobcats. Stoudemire var með 25 stig og 12 fráköst og Anthony var með 22 stig en besti maður liðsins var þó Tyson Chandler með 20 stig og 13 fráköst. Boris Diaw var með 19 stig 10 fráköst og 7 stoðsendingar hjá Charlotte.Andrea Bargnani skoraði 31 stig í 97-87 sigri Toronto Raptors á Minnesota Timberwolves og Amir Johnson var með 19 stig og 11 fráköst. Jose Barea skoraði 16 stig fyrir Minnesota og Kevin Love var með 13 stig og 14 fráköst. Þetta var uppgjör spænsku bakvarðanna Jose Calderon og Ricky Rubio. Calderon var með 14 stig, 6 stoðsendingar og 3 fráköst á 40 mínútum en Rubio var með 10 stig, 6 stoðsendingar og 4 fráköst á 29 mínútum.Carl Landry skoraði 21 stig og Chris Kaman var með 20 stig þegar New Orleans Hornets vann 94-91 sigur á Denver Nuggets. Marco Belinelli var með 19 stig fyrir Hornets en Danilo Gallinari og Ty Lawson skoruðu báðir 14 stig fyrir Denver.Úrslit leikjanna í nótt: Toronto Raptors - Minnesota Timberwolves 97-87 Philadelphia 76Ers - Indiana Pacers 96-86 New Jersey Nets - Atlanta Hawks 101-106 New York Knicks - Charlotte Bobcats 91-87 Chicago Bulls - Detroit Pistons 92-68 Denver Nuggets - New Orleans Hornets 81-94 Staðan í NBA-deildinni: Yahoo.com eða NBA.com NBA Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Philadelphia 76ers liðið er að byrja tímabilið frábærlega í NBA-deildinni og vann sinn fimmta sigur í röð í nótt. Chicago Bulls og Atlanta Hawks unnu líka sína leiki og Carmelo Anthony og félagar í New York Knicks rétt sluppu með sigur á móti Charlotte Bobcats á heimavelli.Andre Iguodala skoraði 20 stig og Lou Williams var með 13 stig þegar Philadelphia 76ers vann 96-86 sigur á Indiana Pacers. Þetta var fimmti sigur Sixers í röð og Doug Collins heldur áfram að gera flotta hluti með 76ers-liðið. Það eru ekki neinar stórstjörnur í liðinu en sex leikmenn að skora að jafnaði tíu stig eða meira. Roy Hibbert skoraði 19 stig fyrir Indiana og David West var með 15 stig og 11 fráköst.Carlos Boozer skoraði 23 stig fyrir Chicago Bulls í 92-68 sigri á nágrönnum sínum í Detroit Pistons en þetta var þrettándi sigur Bulls í röð á móti Pistons. Derrick Rose var með 22 stig og 8 stoðsendingar hjá Chicago en Greg Monroe var atkvæðamestur hjá Detroit með 14 stig og 10 fráköst.Josh Smith skoraði 26 stig fyrir Atlanta Hawks sem vann 106-101 sigur á New Jersey Nets. Joe Johnson var með 22 stig og Jeff Teague skoraði 20 stig fyrir Atlanta sem vann sinn þriðja leik í röð. Anthony Morrow var með 20 stig fyrir Nets sem hefur tapað öllum heimaleikjum sínum á tímabilinu og alls 8 af 10 leikjum. MarShon Brooks skoraði 19 stig og Deron Williams var með 15 stig og 14 stoðsendingar.Amare Stoudemire og Carmelo Anthony hittu ekki vel en gerðu nóg til þess að hjálpa New York Knicks að vinna nauman 91-87 heimasigur á Charlotte Bobcats. Stoudemire var með 25 stig og 12 fráköst og Anthony var með 22 stig en besti maður liðsins var þó Tyson Chandler með 20 stig og 13 fráköst. Boris Diaw var með 19 stig 10 fráköst og 7 stoðsendingar hjá Charlotte.Andrea Bargnani skoraði 31 stig í 97-87 sigri Toronto Raptors á Minnesota Timberwolves og Amir Johnson var með 19 stig og 11 fráköst. Jose Barea skoraði 16 stig fyrir Minnesota og Kevin Love var með 13 stig og 14 fráköst. Þetta var uppgjör spænsku bakvarðanna Jose Calderon og Ricky Rubio. Calderon var með 14 stig, 6 stoðsendingar og 3 fráköst á 40 mínútum en Rubio var með 10 stig, 6 stoðsendingar og 4 fráköst á 29 mínútum.Carl Landry skoraði 21 stig og Chris Kaman var með 20 stig þegar New Orleans Hornets vann 94-91 sigur á Denver Nuggets. Marco Belinelli var með 19 stig fyrir Hornets en Danilo Gallinari og Ty Lawson skoruðu báðir 14 stig fyrir Denver.Úrslit leikjanna í nótt: Toronto Raptors - Minnesota Timberwolves 97-87 Philadelphia 76Ers - Indiana Pacers 96-86 New Jersey Nets - Atlanta Hawks 101-106 New York Knicks - Charlotte Bobcats 91-87 Chicago Bulls - Detroit Pistons 92-68 Denver Nuggets - New Orleans Hornets 81-94 Staðan í NBA-deildinni: Yahoo.com eða NBA.com
NBA Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira