Umfjöllun og viðtöl: HK - Fram 20-23 Kristinn Páll Teitsson í Digranesi skrifar 31. janúar 2012 18:21 Brynja Magnúsdóttir, leikmaður HK. Mynd/Vilhelm Fram fengu í kvöld tvö mikilvæg stig í toppbaráttunni úr baráttuleik við HK í N1-deild kvenna í handbolta en leiknum í Digranesi lauk með 23-20 sigri gestanna. Fyrir leikinn voru þessi lið í 2. og 3. sæti N1 deildar kvenna og því mikið í húfi. Með sigri gátu HK jafnað Fram að stigum en á sama tíma þurftu Fram stigin 2 til að halda í við Valsstúlkur á toppi deildarinnar. Eina tap Framstúlkna á tímabilinu kom einmitt gegn HK í fyrstu umferðinni þegar HK unnu 28-22 í Safamýrinni. Framstúlkur komu grimmar til leiks í fyrri hálfleik og virtust staðráðnar að tapa ekki aftur, vörnin var að virka vel og eftir 11. mínútur var staðan 6-2 fyrir Fram. Þá tók leikur þeirra hinsvegar að hiksta og HK unnu sig smátt og smátt aftur inn í leikinn það sem eftir var af fyrri hálfleiknum og náðu forystunni rétt fyrir lok hálfleiksins í stöðunni 12-11. Seinni hálfleikur var í járnum og skiptust liðin á mörkum allt fram að síðustu mínútum leiksins. Þá tóku Fram aftur við sér og skoruðu 6 af síðustu 7 mörkum leiksins og tryggðu sér að lokum 3 marka sigur. Með þessu náðu Fram að jafna Valsstúlkur á toppi deildarinnar og um leið aðgreina sig aðeins frá næstu liðum. Stella Sigurðardóttir var atkvæðamest í liði Fram með 9 mörk og Elísabet Gunnarsdóttir skoraði 7. Í liði HK var Brynja Magnúsdóttir markahæst með 5 en næst var Elín Anna Baldursdóttir með 4 mörk. Stella: Hafðist með miklum erfiðleikum„Þetta var úrslitaleikur fyrir okkur ef við ætlum okkur að vinna deildina, við töpuðum fyrir þeim heima í fyrstu umferð og það var gott upp þau töpuðu stig," sagði Stella Sigurðardóttir. „Þetta hafðist með miklum erfiðleikum, mér fannst við ekki vakna fyrr en tíu mínútur voru eftir af leiknum. Við byrjuðum á að komast þremur mörkum yfir en eftir það fannst mér við á hælunum." „Það er hinsvegar gott að klára þennan leik, vörnin var ekki nógu þétt og sóknin var léleg á köflum. Það var mjög gott að klára þetta og fá stigin tvö, að þurfa ekki að sætta sig við eitt eða tvö stig." „Með þessu erum við búnar að skilja svolítið hin liðin sem er auðvitað gott. Það verður mjög mikilvægt að klára leikina sem við eigum eftir og skapa úrslitaleik um deildina við Val í lokin, það væri gaman fyrir deildina," sagði Stella. Brynja: Mjög sárt tap„Að fá svona vondan kafla rétt undir lokin þar sem þær skora og skora án þess að við svörum, það gerir þetta tap mjög sárt," sagði Brynja Magnúsdóttir, leikmaður HK eftir leikinn. „Við ætluðum okkur að vinna þennan leik, við vissum að við gætum það en 5. mínútna kafli tók það frá okkur." „Við byrjuðum hægt, unnum okkur svo vel inn í leikinn en töpum þessu á lokamínútunum. Við getum tekið margt jákvætt út úr þessum leik, vörnin hélt Fram í aðeins 23 mörkum, það er mjög gott." „Það er hinsvegar ekki gott að skora bara 20 mörk, það er ekki nóg. Vörnin okkar hefur verið góð á köflum en við þurfum að fá stöðugleika í allan leik okkar," sagði Brynja. Elísabet: Áttum harma að hefna„Við áttum harma að hefna frá því í síðast og við vorum staðráðnar að gera betur hér í dag. Við vorum ekki að spila okkar besta leik í dag hérna í dag en við unnum, það segir töluvert um liðið okkar," sagði Elísbet Gunnarsdóttir, leikmaður Fram eftir leikinn. „Það er ýmislegt sem má laga hjá okkur, við þurfum að fara að setja í annan gír og laga leik okkar. Þetta var ekki nógu gott á köflum hérna í kvöld." „Þetta var mikilvægur sigur, tvö stig í titilbaráttunni. Við byrjuðum mjög vel, þetta leit vel út fyrstu mínúturnar og ég vonaðist til að við myndum bara keyra yfir þær." „Þetta leit ekkert vel út á köflum, leikurinn í Safamýrinni þróaðist líka svona og þá unnu þær. Við kláruðum þetta sem betur fer með góðum kafla hérna í dag, þegar Ásta skoraði og kom okkur þremur mörkum yfir hérna undir lokin vissi ég að þetta væri komið," sagði Elísabet. Olís-deild kvenna Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Sport Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Fleiri fréttir Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum Sjá meira
Fram fengu í kvöld tvö mikilvæg stig í toppbaráttunni úr baráttuleik við HK í N1-deild kvenna í handbolta en leiknum í Digranesi lauk með 23-20 sigri gestanna. Fyrir leikinn voru þessi lið í 2. og 3. sæti N1 deildar kvenna og því mikið í húfi. Með sigri gátu HK jafnað Fram að stigum en á sama tíma þurftu Fram stigin 2 til að halda í við Valsstúlkur á toppi deildarinnar. Eina tap Framstúlkna á tímabilinu kom einmitt gegn HK í fyrstu umferðinni þegar HK unnu 28-22 í Safamýrinni. Framstúlkur komu grimmar til leiks í fyrri hálfleik og virtust staðráðnar að tapa ekki aftur, vörnin var að virka vel og eftir 11. mínútur var staðan 6-2 fyrir Fram. Þá tók leikur þeirra hinsvegar að hiksta og HK unnu sig smátt og smátt aftur inn í leikinn það sem eftir var af fyrri hálfleiknum og náðu forystunni rétt fyrir lok hálfleiksins í stöðunni 12-11. Seinni hálfleikur var í járnum og skiptust liðin á mörkum allt fram að síðustu mínútum leiksins. Þá tóku Fram aftur við sér og skoruðu 6 af síðustu 7 mörkum leiksins og tryggðu sér að lokum 3 marka sigur. Með þessu náðu Fram að jafna Valsstúlkur á toppi deildarinnar og um leið aðgreina sig aðeins frá næstu liðum. Stella Sigurðardóttir var atkvæðamest í liði Fram með 9 mörk og Elísabet Gunnarsdóttir skoraði 7. Í liði HK var Brynja Magnúsdóttir markahæst með 5 en næst var Elín Anna Baldursdóttir með 4 mörk. Stella: Hafðist með miklum erfiðleikum„Þetta var úrslitaleikur fyrir okkur ef við ætlum okkur að vinna deildina, við töpuðum fyrir þeim heima í fyrstu umferð og það var gott upp þau töpuðu stig," sagði Stella Sigurðardóttir. „Þetta hafðist með miklum erfiðleikum, mér fannst við ekki vakna fyrr en tíu mínútur voru eftir af leiknum. Við byrjuðum á að komast þremur mörkum yfir en eftir það fannst mér við á hælunum." „Það er hinsvegar gott að klára þennan leik, vörnin var ekki nógu þétt og sóknin var léleg á köflum. Það var mjög gott að klára þetta og fá stigin tvö, að þurfa ekki að sætta sig við eitt eða tvö stig." „Með þessu erum við búnar að skilja svolítið hin liðin sem er auðvitað gott. Það verður mjög mikilvægt að klára leikina sem við eigum eftir og skapa úrslitaleik um deildina við Val í lokin, það væri gaman fyrir deildina," sagði Stella. Brynja: Mjög sárt tap„Að fá svona vondan kafla rétt undir lokin þar sem þær skora og skora án þess að við svörum, það gerir þetta tap mjög sárt," sagði Brynja Magnúsdóttir, leikmaður HK eftir leikinn. „Við ætluðum okkur að vinna þennan leik, við vissum að við gætum það en 5. mínútna kafli tók það frá okkur." „Við byrjuðum hægt, unnum okkur svo vel inn í leikinn en töpum þessu á lokamínútunum. Við getum tekið margt jákvætt út úr þessum leik, vörnin hélt Fram í aðeins 23 mörkum, það er mjög gott." „Það er hinsvegar ekki gott að skora bara 20 mörk, það er ekki nóg. Vörnin okkar hefur verið góð á köflum en við þurfum að fá stöðugleika í allan leik okkar," sagði Brynja. Elísabet: Áttum harma að hefna„Við áttum harma að hefna frá því í síðast og við vorum staðráðnar að gera betur hér í dag. Við vorum ekki að spila okkar besta leik í dag hérna í dag en við unnum, það segir töluvert um liðið okkar," sagði Elísbet Gunnarsdóttir, leikmaður Fram eftir leikinn. „Það er ýmislegt sem má laga hjá okkur, við þurfum að fara að setja í annan gír og laga leik okkar. Þetta var ekki nógu gott á köflum hérna í kvöld." „Þetta var mikilvægur sigur, tvö stig í titilbaráttunni. Við byrjuðum mjög vel, þetta leit vel út fyrstu mínúturnar og ég vonaðist til að við myndum bara keyra yfir þær." „Þetta leit ekkert vel út á köflum, leikurinn í Safamýrinni þróaðist líka svona og þá unnu þær. Við kláruðum þetta sem betur fer með góðum kafla hérna í dag, þegar Ásta skoraði og kom okkur þremur mörkum yfir hérna undir lokin vissi ég að þetta væri komið," sagði Elísabet.
Olís-deild kvenna Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Sport Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Fleiri fréttir Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum Sjá meira