Sport

Íslenskir tvíburar Norðurlandameistarar félagsliða í blaki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hafsteinn og Kristján Valdimarssynir.
Hafsteinn og Kristján Valdimarssynir. Mynd/Heimasíða Hamars
Tvíburarnir Hafsteinn og Kristján Valdimarssynir eru að gera það gott með danska liðinu Marienlyst. Þeir urðu um helgina Norðurlandameistarar félagsliða en vikuna á undan höfðu þeir orðið danskir bikarmeistarar.

Marienlyst vann Gentofte 3-2 í úrslitaleiknum á NEVZA móti félagsliða í Kaupmannahöfn í gær en liðið vann Middelfart frá Danmörku og Nyborg frá Noregi á leið sinni í úrslitaleikinn.

Hafsteinn og Kristján komu til Marienlyst sem atvinnumenn síðastliðið haust eftir tveggja ára veru hjá HIK Aalborg. Þeir bræður hafa nú unnið tvo stóra titla í Danmörku og eru þeir titlar þeirra fyrstu á ferlinum. Áður léku þeir hjá KA á Akureyri en náðu aldrei að vinna titil þar.

Stod Volley, lið Birtu Björnsdóttur varð í öðru öðru sæti í keppni kvenna en Oslo Volley varð Norðurlandameistari félagsliða.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×