Umfjöllun og viðtöl : Fram - Grótta 23-21 Stefán Árni Pálsson skrifar 2. febrúar 2012 15:11 Framarar náðu rétt svo að innbyrða sigur, 23-21, gegn botnliði Gróttu í Safamýrinni í kvöld en leikurinn var slakur og liðin greinilega mjög ryðguð. Framar nýttu reynslu sína undir lokin og náðu að leggja Gróttu af velli. Heimamenn byrjuðu leikinn örlítið betur og voru einu skrefi á undan Gróttu fyrstu tíu mínúturnar. Þegar leið á hálfleikinn komust gestirnir meira í takt við leikinn en á sama tíma féllu Framarar niður á virkilega lágt plan. Heimamenn skoruðu ekki mark í tíu mínútur á einum kafla í fyrri hálfleiknum og allt í einu var Grótta komin með þriggja marka forskot, 10-7. Tveimur mörkum munaði síðan á liðunum í hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað og það gat ekki annað en skánað. Framarar léku örlítið betur í síðari hálfleiknum og komust rólega inn í leikinn. Gróttumenn léku alltaf virkilega skynsamlega og voru alltaf vel inn í leiknum. Heimamenn voru sterkari undir lokin og sýndu loksins úr hverju þeir voru gerðir. Menn fóru að spila boltanum á milli sín í stað þess að gera hlutina upp á sitt einsdæmi. Fram náði að lokum að leggja Gróttu af velli og fengu tvö gríðarlega mikilvæg stig í baráttunni um laust sæti í úrslitakeppninni.Sigurður: Vorum ekki góðir í kvöld„Við vorum ekki góðir í kvöld," sagði Sigurður Eggertsson, leikmaður Fram, eftir leikinn. „Liðið var ágætt varnarlega en svona heilt yfir þá var leikur okkar lélegur. Það vantaði mikið af leikmönnum í liðið í kvöld og það sást vel". „Við vorum allt of mikið í því að stinga boltanum niður og reyna gera hlutina upp á okkar einsdæmi. Við fórum aðeins að láta boltann ganga undir lokin og þá fóru hlutirnir að ganga mun betur". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Sigurð hér að ofan.Lárus: Þetta hlýtur að fara detta fyrir okkur„Mér fannst við hreinlega eiga leikinn og áttum skilið að taka stigin tvö heim með okkar," sagði Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Gróttu, eftir tapið í kvöld. „Þetta hefur gerst í tvígang í vetur hjá okkur þar sem við erum með leikinn í hendi okkar en missum hann frá okkur á lokasprettinum". „Með svona spilamennsku eins og í kvöld þá hlýtur að styttast í fyrsta sigurleik liðsins. Við leggjum alla leiki upp með að spila gríðarlega skynsamlega og nýta öll þau færi sem við fáum. Það gekk vel í kvöld en dugði bara ekki til". Hægt er að sjá viðtalið við Lárus með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Framarar náðu rétt svo að innbyrða sigur, 23-21, gegn botnliði Gróttu í Safamýrinni í kvöld en leikurinn var slakur og liðin greinilega mjög ryðguð. Framar nýttu reynslu sína undir lokin og náðu að leggja Gróttu af velli. Heimamenn byrjuðu leikinn örlítið betur og voru einu skrefi á undan Gróttu fyrstu tíu mínúturnar. Þegar leið á hálfleikinn komust gestirnir meira í takt við leikinn en á sama tíma féllu Framarar niður á virkilega lágt plan. Heimamenn skoruðu ekki mark í tíu mínútur á einum kafla í fyrri hálfleiknum og allt í einu var Grótta komin með þriggja marka forskot, 10-7. Tveimur mörkum munaði síðan á liðunum í hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað og það gat ekki annað en skánað. Framarar léku örlítið betur í síðari hálfleiknum og komust rólega inn í leikinn. Gróttumenn léku alltaf virkilega skynsamlega og voru alltaf vel inn í leiknum. Heimamenn voru sterkari undir lokin og sýndu loksins úr hverju þeir voru gerðir. Menn fóru að spila boltanum á milli sín í stað þess að gera hlutina upp á sitt einsdæmi. Fram náði að lokum að leggja Gróttu af velli og fengu tvö gríðarlega mikilvæg stig í baráttunni um laust sæti í úrslitakeppninni.Sigurður: Vorum ekki góðir í kvöld„Við vorum ekki góðir í kvöld," sagði Sigurður Eggertsson, leikmaður Fram, eftir leikinn. „Liðið var ágætt varnarlega en svona heilt yfir þá var leikur okkar lélegur. Það vantaði mikið af leikmönnum í liðið í kvöld og það sást vel". „Við vorum allt of mikið í því að stinga boltanum niður og reyna gera hlutina upp á okkar einsdæmi. Við fórum aðeins að láta boltann ganga undir lokin og þá fóru hlutirnir að ganga mun betur". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Sigurð hér að ofan.Lárus: Þetta hlýtur að fara detta fyrir okkur„Mér fannst við hreinlega eiga leikinn og áttum skilið að taka stigin tvö heim með okkar," sagði Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Gróttu, eftir tapið í kvöld. „Þetta hefur gerst í tvígang í vetur hjá okkur þar sem við erum með leikinn í hendi okkar en missum hann frá okkur á lokasprettinum". „Með svona spilamennsku eins og í kvöld þá hlýtur að styttast í fyrsta sigurleik liðsins. Við leggjum alla leiki upp með að spila gríðarlega skynsamlega og nýta öll þau færi sem við fáum. Það gekk vel í kvöld en dugði bara ekki til". Hægt er að sjá viðtalið við Lárus með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira