Hollustuvefjur með lambakjöti, pistasíum, mangói og kóríander 17. febrúar 2012 15:30 Rakel Sif Sigurðardóttir, næringar- og heilsuráðgjafi, heldur úti dásamlegri síðu á Facebook sem ber heitið naeringogheilsa en þar deilir hún uppskriftum að dýrindis heilsuréttum sem og góðum ráðum þegar kemur að eldamennsku og heilsu. Rakel, sem er búsett í Lúxemborg með fjölskyldu sinni, gefur lesendum LÍFSINS hugmynd að helgarmat að þessu sinni.Hollustuvefjur með lambakjöti, pistasíum, mangói og kóríander (dugar fyrir fjóra fullorðna)400 gr lambakjöt2 msk. pistasíuhnetuolía1 tsk. hlynsíróp1 tsk. tahini (sesamsmjör)½ dl smátt skornir pistasíukjarnar (ósaltaðir)5 mjúkar sveskjur Lambakjötið er skorið í þunnar sneiðar og blandað vel saman við marineringuna. Látið kjötið marinerast í að minnsta kosti 30 mínútur. Einnig er hægt að útbúa marineringuna kvöldið áður og láta kjötið liggja í henni yfir nótt. Því næst er kjötið snögggrillað á grillpönnu eða mínútugrilli í eina til tvær mínútur á hvorri hlið.Álegg/meðlæti Grillaða lambakjötið í marineringunniSmá klettasalatSmá spínatMangó, skorið í fínar sneiðarHnefafylli af kóríander, gróft skornu3-4 vorlaukar, smátt skornir½ rauð paprika í strimlum1 stór gulrót í strimlum Jógúrtsósa (hrein jógúrt, hvítlaukur, fersk mynta, agúrka, balsamic edik, smá pipar og salt) Notið aðkeyptar eða helst heimatilbúnar hollustuvefjur fyrir uppskriftina. Þessi uppskrift er ótrúlega auðveld, fljótleg og meinholl. Það er hægt að vesenast með þessa uppskrift á alla vegu og breyta innihaldsefnum eftir lyst. Ágætis afgangamáltíð sem er samt skemmtileg og spennandi. Svo finnst börnunum svona vefjur alltaf æðislegar! Lambakjöt Uppskriftir Vefjur Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Rakel Sif Sigurðardóttir, næringar- og heilsuráðgjafi, heldur úti dásamlegri síðu á Facebook sem ber heitið naeringogheilsa en þar deilir hún uppskriftum að dýrindis heilsuréttum sem og góðum ráðum þegar kemur að eldamennsku og heilsu. Rakel, sem er búsett í Lúxemborg með fjölskyldu sinni, gefur lesendum LÍFSINS hugmynd að helgarmat að þessu sinni.Hollustuvefjur með lambakjöti, pistasíum, mangói og kóríander (dugar fyrir fjóra fullorðna)400 gr lambakjöt2 msk. pistasíuhnetuolía1 tsk. hlynsíróp1 tsk. tahini (sesamsmjör)½ dl smátt skornir pistasíukjarnar (ósaltaðir)5 mjúkar sveskjur Lambakjötið er skorið í þunnar sneiðar og blandað vel saman við marineringuna. Látið kjötið marinerast í að minnsta kosti 30 mínútur. Einnig er hægt að útbúa marineringuna kvöldið áður og láta kjötið liggja í henni yfir nótt. Því næst er kjötið snögggrillað á grillpönnu eða mínútugrilli í eina til tvær mínútur á hvorri hlið.Álegg/meðlæti Grillaða lambakjötið í marineringunniSmá klettasalatSmá spínatMangó, skorið í fínar sneiðarHnefafylli af kóríander, gróft skornu3-4 vorlaukar, smátt skornir½ rauð paprika í strimlum1 stór gulrót í strimlum Jógúrtsósa (hrein jógúrt, hvítlaukur, fersk mynta, agúrka, balsamic edik, smá pipar og salt) Notið aðkeyptar eða helst heimatilbúnar hollustuvefjur fyrir uppskriftina. Þessi uppskrift er ótrúlega auðveld, fljótleg og meinholl. Það er hægt að vesenast með þessa uppskrift á alla vegu og breyta innihaldsefnum eftir lyst. Ágætis afgangamáltíð sem er samt skemmtileg og spennandi. Svo finnst börnunum svona vefjur alltaf æðislegar!
Lambakjöt Uppskriftir Vefjur Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira